Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mán 27. janúar 2020 11:19
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Laugardalsvöllur á áætlun - Fagaðili frá UEFA væntanlegur
Icelandair
Kristinn (fyrir miðju) ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Kristinn (fyrir miðju) ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í umspilsleikinn mikilvæga milli Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli en hann verður 26. mars. Kristinn Jóhannsson vallarstjóri hefur ásamt teymi sínu unnið hörðum höndum að því að sjá til þess að völlurinn verði leikhæfur.

„Staðan er ágæt miðað við hvernig við fórum inn í veturinn. Hann var alveg auður síðasta miðvikudag og leit ágætlega út. Svo snjóaði aftur yfir hann á fimmtudeginum. Þetta er allt saman samkvæmt áætlun," sagði Kristinn í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977.

„Versta sem gæti gerst ef það kæmi mikið frost. Okkar markmið er að halda jarðveginum sem minnst frosnum."

UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, er vel með á nótunum vaðandi stöðu vallarins.

„Þeir fylgjast grannt með stöðu mála og fagaðili þeirra megin kemur hérna um miðjan febrúar og skoðar völlinn. Við höfum verið að senda upplýsingar um það sem við höfum verið að gera."

Hitapylsa á leiðinni - Mögulega ekkert æft á vellinum
Þrjár vikur fyrir leik verður sett sérstök hitapylsa yfir völlinn þar sem þjóðarleikvangurinn hefur ekki undirhita, ólíkt nær öllum þjóðarleikvöngum heimsins.

„Við töldum þrjár vikur vera hæfilega lengd. Við erum ekki með undirhita sem 99% valla í heiminum eru með, svo við verðum að búa til hitann að ofan. Fyrir okkur er þessi pulsa því mjög mikilvæg. Það er alveg ótrúlegt að við séum ekki komnir lengra í þessum málum með þjóðarleikvanginn," segir Kristinn.

Bæði landslið eiga að æfa á keppnisvelli daginn fyrir leik en í þessu tilfelli er möguleiki á að svo verði ekki.

„Ég held að íslenska landsliðið komi saman á mánudeginum, leikurinn er á fimmtudegi. Vonandi ná báðar þjóðir að æfa á vellinum. Hugsanlega verður ekkert æft á vellinum, íslenska liðið og það rúmenska vita af því."

Viðtalið við Kristinn var í seinni hluta útvarpsþáttarins en í spilaranum hér að neðan má hlusta á það.
Útvarpsþátturinn - Tveir mánuðir í umspilsleikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner