Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   fim 27. janúar 2022 20:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fótbolta.net mótið: Stjarnan er meistari eftir sigur á Breiðabliki
Stjarnan vann Fótbolta.net mótið 2022.
Stjarnan vann Fótbolta.net mótið 2022.
Mynd: Hanna Símonardóttir
Stjarnan 3 - 1 Breiðablik
0-1 Damir Muminovic ('36 )
1-1 Adolf Daði Birgisson ('40 )
2-1 Einar Karl Ingvarsson ('56 )
3-1 Ólafur Karl Finsen ('86 )
Lestu um leikinn

Stjarnan sigraði Breiðablik með þremur. mörkum gegn einu í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í kvöld. Breiðablik náði því ekki að verja titilinn frá því í fyrra.

Þetta var opinn og skemmtilegur leikur í fyrri hálfleik en liðin skiptust á að sækja. Það voru hinsvegar Blikar sem voru fyrri til að skora en það var ekkert smá mark. Damir Muminovic átti þá skot sem endaði í slánni og inn.

„ÞEGIÐU DAMIR!!! Hvaða þvæla...Þetta var rosalegt mark. Aukaspyrnan tekin stutt, boltinn á Damir sem þrumar boltanum í slána, í jörðina og inn. Þetta var rosalegt!!!" skrifaði Sæbjörn Steinke um markið í beinni textalýsingu frá leiknum.

Stjörnumenn voru hinsvegar ekki lengi að jafna þegar Adolf Daði Birgisson setti boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Jóhanni Árna Gunnarssyni. Það var jafnt í hálfleik.

Eftir tæplega klukkutíma leik skoraði Einar Karl Ingvarsson og kom Stjörnumönnum í forystu. Hann átti þá skot fyrir utan vítateig eftir frábærann liðsundirbúning. Það var síðan Ólafur Karl Finnsen sem gulltryggði sigur Stjörnumanna þegar skammt var til leiksloka.

Stjarnan er sigurvegari Fótbolta.net mótsins árið 2022.
Athugasemdir
banner