Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 27. janúar 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Frekar horft á sumargluggann - „Þeir mega allir fara"
Tanguy Ndombele hefur ekki riðið feitum hesti hjá Tottenham
Tanguy Ndombele hefur ekki riðið feitum hesti hjá Tottenham
Mynd: EPA
Dele Allir gæti verið á förum
Dele Allir gæti verið á förum
Mynd: EPA
Bryan Gil er með heimþrá og fer sennilega til Valencia
Bryan Gil er með heimþrá og fer sennilega til Valencia
Mynd: Heimasíða Tottenham Hotspur
Birgir Ólafsson, stuðningsmaður Tottenham, ræddi um janúargluggann hjá liðinu og hvað er hægt að gera í glugganum en hann horfir frekar á sumarið.

Antonio Conte tók við Tottenham af Nuno Espirito Santo í byrjun nóvember og komst strax að því að liðið sem hann tók við væri ekki nógu gott.

Hann ætlar klárlega að styrkja hópinn og fær líklega einhverja í þessum glugga. Tottenham er í viðræðum við Adama Traore, leikmann Wolves og Luis Diaz hjá Porto.

„Hann sagði beint út að Tottenham er ekki með gott lið en hann hefði aldrei tekið þessu djobbi nema með það meitlað í stein að hann fengi pening til að kaupa leikmenn."

„Janúar er rosalega erfiður. Það er fullt af liðum sem vilja kaupa Ward-Prowse í janúar en ég sé það ekki gerast. Lið eru lokuð á að selja leikmenn í janúar þó að leikmaðurinn vill fara."

„Það er ekki endilega vendipunktur það sem gerist hjá Tottenham í janúar og Conte veit að leikmenn sem hann vill um sumarið eru ekki endanlega tiltækir í janúar."

„Það eru 2-3 leikmenn sem eru í viðræðum. Levy er viðskiptamaður dauðans og lætur ekki plata sig í að borga uppsprengd verð. Það er spurning hvort hann verði ekki að láta aðeins undan og kaupa hann."

„Tottenham var með Bruno Fernandes nánast klárt og þá fór Levy að rífast við Sporting Lisbon hver ætti að borga fyrir matinn í flugvélinni. Það var djókið,"
sagði Birgir.

Miðjumennirnir mega fara

Tanguy Ndombele, Dele Allir og Giovani Lo Celso virðast allir á förum frá Tottenham í þessum glugga. Ndombele hefur engan veginn staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans og er hann í viðræðum við Paris Saint-Germain á meðan Dele Alli gæti farið til Newcastle.

Birgir er þá ekki hrifinn af Bryan Gil sem kom frá Sevilla síðasta sumar.

„Þeir mega allir fara. Mér skilst að Alli fari og það eru fimm lið á eftir honum. Ndombele fer til PSG á láni. Lo Celso hefur aldrei fundið sig almenninlega og Bryan Gil er verri. Hann er bara með heimþrá og verði lánaður til Spánar seinni hlutann. Hann er ekki tilbúinn í þetta. Alltof lítill og ekki nógu sterkur og ekki nógu góður eins og David Silva sem vinnur það upp með getu. Bryan Gil hefur það ekki," sagði hann ennfremur.

Enski boltinn er í boði Domino's (fyrir alla) og White Fox (fyir 18 ára og eldri).
Enski boltinn - Átti markið að standa?
Athugasemdir
banner
banner
banner