Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. febrúar 2020 10:08
Magnús Már Einarsson
Nær Liverpool að kaupa Werner í mars eða apríl?
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Timo Werner, framherji RB Leipzig, gaf Liverpool undir fótinn í viðtali eftir 1-0 sigurinn á Tottenham í síðustu viku. Werner, sem hefur skorað 21 mark í 23 leikjum í þýsku Bundesligunni í vetur, er sagður hafa áhuga á að fara til Liverpool í sumar.

The Athletic segir í dag að hinn 23 ára gamli Werner hafi nú þegar fengið tilboð frá Barcelona og Manchester United en hann vilji sjálfur bíða og sjá hvort tilboð komi frá Liverpool.

„Ég veit að Liverpool er besta lið í heimi í augnablikinu og þegar þú ert orðaður við það lið þá gerir það mig stoltan," sagði Werner í síðustu viku.

Werner er með klásúlu sem leyfir honum að fara frá RB Leipzig á 51 milljón punda í sumar ef gengið er frá samningum fyrir ákveðna dagsetningu í apríl.

Liverpool gæti því hafið viðræður við Leipzig í næsta mánuði og keypt Werner í sumar að sögn The Athletic. Liverpool hefur áður keypt Fabinho og Alisson eftir að hafa hafið viðræður við Mónakó og Roma í mars en Jurgen Klopp hefur undanfarin ár oft ákveðið í mars hvað hann vilji gera á leikmannamarkaðinum um sumarið.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er sagður vilja fá fleiri möguleika í fremstu víglínu sína fyrir næsta tímabil en Adam Lallana og Xherdan Shaqiri eru líklega báðir á förum í sumar.

Mohamed Salah er möguega á leið á Ólympíuleikana í ágúst og hann og Sadio Mane fara í Afríkukeppnina næsta vetur. Liverpool verður því að hafa aðra sóknarmöguleika þegar þeir verða fjarri gamni.

Werner hefur spilað mikið vinstra megin hjá RB Leipzig og raðað inn mörkum. Hraði hans er mikill og Klopp er sagður skoða gaumgæfilega að fá hann til Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner