Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. mars 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Correa rakaði af sér hárið til stuðnings mömmu
Correa ásamt liðsfélögum sínum Alvaro Morata og Kieran Trippier.
Correa ásamt liðsfélögum sínum Alvaro Morata og Kieran Trippier.
Mynd: Getty Images
Angel Correa, framherji Atletico Madrid, er búinn að raka sig sköllóttann til stuðnings við móður sína sem er að ganga í gegnum lyfjameðferð við krabbameini.

Correa birti mynd af sér með móður sinni á Instagram og skrifaði undir myndina: „Óvinur þinn gerir ekki vopnahlé á vígvellinum, hann getur snert líkama þinn en hann getur ekki snert sálina þína."

Correa átti erfiða æsku og ólst upp með tíu bræðrum. Faðir hans og einn bræðra létust þegar Correa var enn barn og fyrir þremur árum tók annar bræðra hans eigið líf.

Correa, sem er aðeins 25 ára, sér fyrir fjölskyldunni og hefur gert allan ferilinn. Bræður hans hafa nokkrir komist í kast við lögin en Correa slapp frá fíkniefnaheiminum þökk sé fótbolta.

Fyrir sex árum þurfti Correa að fara í aðgerð vegna æxlis í hjarta en virðist vera við hestaheilsu í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner