lau 27. mars 2021 21:38
Aksentije Milisic
Undankeppni HM: Serbía kom til baka gegn Portúgal - Belgía gerði jafntefli
Dias og Mitrovic í baráttunni.
Dias og Mitrovic í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Lukaku jafnaði fyrir Belgíu.
Lukaku jafnaði fyrir Belgíu.
Mynd: Getty Images
Fjórum leikjum var að ljúka í undankeppni HM en spilað var í A, E og H-riðlum.

Í A-riðli var hörku leikur á dagskrá en þá fékk Serbía ógnarsterkt lið Portúgals í heimsókn í Belgrad.

Portúgal byrjaði betur og Liverpool maðurinn Diogo Jota gerði tvennu fyrir gestina í fyrri hálfleik og því litu hlutirnir vel út fyrir Portúgal þegar flautað var til leikhlés.

Serbarnir gáfust hins vegar ekki upp og minnkuðu muninn strax í byrjun síðari hálfleiks með marki frá Aleksandar Mitrovic. Það var síðan Filip Kostic sem jafnaði metin eftir skyndisókn og leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Í hinu leiknum í A-riðli urðu mjög óvænt úrslit. Lúxemborg gerði sér þá lítið fyrir og vann Írland á útivelli. Gerson Rodrigues gerði markið undir lok leiks.

Í E-riðli var athyglisverður leikur á dagskrá en þar mættust Tékkland og Belgía. Leikurinn var mjög jafn og voru Tékkarnir engu síðri heldur en Belgarnir. Lukas Provod kom heimamönnum yfir á 50. mínútu með flottu skoti.

Romelu Lukaku jafnaði hins vegar metin stuttu seinna og því lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Bæði lið fengu færi til að þess að tryggja sér sigurinn en skutu bæði í tréverkið.

Í H-riðli urðu mjög óvænt úrslit. Malta, sem hafði ekki skorað í 13 útileikjum í röð, leiddi 0-2 í hálfleik gegn Slóvakíu. Heimamenn svöruðu hins vegar fyrir sig í síðari hálfleiknum en tókst ekki að finna sigurmarkið í restina.

Serbia 2 - 2 Portugal
0-1 Diogo Jota ('11 )
0-2 Diogo Jota ('36 )
1-2 Aleksandar Mitrovic ('46 )
2-2 Filip Kostic ('60 )
Rautt spjald: Nikola Milenkovic ('92)

Ireland 0 - 1 Luxembourg
0-1 Gerson Rodrigues ('85 )

Czech Republic 1 - 1 Belgium
1-0 Lukas Provod ('50 )
1-1 Romelu Lukaku ('60 )

Slovakia 2 - 2 Malta
0-1 Luke Gambin ('16 )
0-2 Alexander Satariano ('20 )
1-2 David Strelec ('49 )
2-2 Milan Skriniar ('53 )

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner