Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. mars 2021 22:15
Aksentije Milisic
Voru Portúgalir rændir sigrinum í Belgrad? - Ronaldo trylltist
Mynd: Getty Images
Lokamínúturnar í leik Serbíu og Portúgals í kvöld voru rosalegar.

Liðin mættust í A-riðli í undankeppni HM en bæði lið unnu sinn fyrsta leik í riðlinum fyrr í vikunni.

Portúgal komst í 2-0 í kvöld og var staðan þannig í hálfleik en Serbarnir náðu að jafna metin í þeim síðari.

Í uppbótartímanum fékk Nikola Milenkovic beint rautt spjald og tveimur mínútum síðar, eða á 94. mínútunni, gerðist ótrúlegt atvik.

Það kom löng sending inn fyrir vörn Serba þar sem Cristiano Ronaldo náði að lauma boltanum undir Marko Dmitrovic, markvörð Serba.

Boltinn virtist vera rúlla í netið en þá kom Stefan Mitrovic á fleygi ferð og hreinsaði boltann út í teiginn. Þar var mættur Bernardo Silva, sem tók frákastið en aftur bjargaði Mitrovic. Ótrúlega senur.

Cristiano Ronaldo trylltist í kjölfarið og hljóp í andlitið á línuverðinum, sem hélt flaggi sínu niðri. Dómari leiksins spjaldaði Ronaldo fyrir viðbrögðin. Ronaldo henti fyrirliðabandinu af sér og strunsaði inn í klefa eftir leik.

„Ronaldo fær hér gult spjald fyrir mótmæli. Hann er æfur! Bara takk fyrir, fyrirliðabandið af sér og ég er farinn! Tek ekki þátt í þessu," sagði Guðmundur Benediktsson í markasyrpunni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Þetta umdeilda atvik má sjá hér fyrir neðan og virðist sem svo að allur boltinn sé kominn yfir línuna, eða hvað?

Athugasemdir
banner
banner
banner