Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 16:35
Elvar Geir Magnússon
Sveindís byrjar í Barcelona - Nánast ókleifur tindur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki klárast í kvöld með tveimur leikjum.

Evrópumeistarar Barcelona taka á móti Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg klukkan 17:45.

Fyrri leiknum lauk með 4-1 sigri Börsunga og alveg ljóst að Wolfsburg þarf kraftaverk til að komast áfram. Sveindís hefur ekki fengið þann spiltíma á tímabilinu sem hún vill en fær tækifærið í byrjunarliðinu gegn ríkjandi Evrópumeisturum.

Chelsea spilar við Manchester City í Lundúnum seinna í kvöld. Man City vann óvæntan 2-0 sigur í fyrri leiknum.

17:45 Barcelona W - Wolfsburg W (4-1)
20:00 Chelsea W - Manchester City W (0-2)




Athugasemdir
banner
banner
banner