Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   þri 27. apríl 2021 18:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Flick mun ræða við þýska knattspyrnusambandið
Þýska knattspyrnusambandið hefur staðfest að það muni ræða við Hansi Flick um að þjálfa karlalandsliðið.

Flick mun yfirgefa Bayern Munchen í sumar og Julian Nagelsmann mun taka við starfinu í Bayern.

Flick var ósáttur við leikmannamálin hjá Bayern og fóru sögur á flug um að draumastarfið hans væri landsliðsþjálfarastaðan.

Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar eftir fimmtán ár í starfi.

Flick er við það að verja meistaratitilinn með Bayern en liðið er einum sigri frá því að tryggja sér titilinn. Hann tók við Bayern af Niko Kovac á fyrri hluta síðustu leiktíðar og stýrði liðinu til Evrópumeistaratitils.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
5 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
6 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Köln 10 4 2 4 16 15 +1 14
10 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Gladbach 10 2 3 5 13 18 -5 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
16 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner