Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. apríl 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Fofana rauf Ramadan föstuna í miðjum leik
Fofana, Jonny Evans og Iheanacho.
Fofana, Jonny Evans og Iheanacho.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Wesley Fofana varnarmaður Leicester er trúrækinn múslimi en nú er Ramadan, föstumánuður múslima, í gangi.

Fofana er að fasta frá sólarupprás til sólseturs eins og hefð er fyrir í Ramadan og drekkur því ekki né borðar á þeim tíma.

Það setti strik í reikninginn í undirbúningi hans fyrir leik Leicester gegn Crystal Palace í gær en leikurinn hófst klukkan 8 að kvöldi á staðartíma. Sólsetur á Bretlandseyjum er 8:17.

Á 34. mínútu leiksins fékk Fofana tækifæri til að fá sér drykk í miðjum leik á King Power vellinum. Stöðvun á leiknum gerði það að verkum að Fofana gat farið að hliðarlínunni og fengið sér vökva.

Vicente Guaita, markvörður Crystal Palace, beið með að taka markspyrnu svo Fofana gæti fengið sér næringu.

Eftir leikinn skrifaði Fofana færslu á Twitter þar sem hann þakkaði úrvalsdeildinni, samherjum sínum og mótherjum fyrir að taka smá hlé svo hann gæti rofið föstuna.

Brendan Rodgers hefur hrósað þessum tvítuga miðverði og segir magnað hvað hann getur skilað öflugri frammistöðu þrátt fyrir að vera að fasta.

„Hann er með svakalega hæfileika og er mikilvægur leikmaður fyrir okkur," segir Rodgers en Fofana var keyptur fyrir tímabilið og hefur verið einn besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.

Hann hjálpaði Leicester að vinna endurkomusigur gegn Crystal Palace í gær. Leicester styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og steig stórt skref í átt að Meistaradeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner