Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var glaður með 4-1 sigurinn á Þór/KA en fannst alveg óþarfi að fá mark á sig undir lok leiksins.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 1 Þór/KA
Blikar voru afar sannfærandi í leiknum og gerðu út um hann eftir hálftíma. Staðan var þá 3-0 en Natasha Moraa Anasi gerði svo fjórða markið í byrjun síðari hálfleiks.
Þá féllu Blikar aftur og leyfðu Þór/KA að komast betur inn í leikinn þar sem þær sköpuðu sér nokkur færi áður en Margrét Árnadóttir skorað nokkrum mínútum fyrir leikslok.
„Fyrst og fremst ánægður að vinna fyrsta leik og tiltölulega sannfærandi og getum ekki beðið um það mikið betra. Við byrjuðum sterkt og komum okkur í góða stöðu, 3-0 í hálfleik og sterkt að ná að skora strax fjórða markið í seinni og þá fannst mér detta svolítið niður, þær féllu og voru mikið með boltann og urðum pínu 'sloppy'," sagði Ásmundur við Fótbolta.net.
„Við hleyptum þeim inn í leikinn og þær fengu tvo eða þrjá möguleika áður en þær skoruðu. Fúlt að upplifa það en að öðru leyti ánægður að vinna og gott að byrja þetta svona," sagði hann ennfremur um leikinn en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir