Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   mið 27. apríl 2022 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Ási Arnars: Fúlt að upplifa það en að öðru leyti ánægður að vinna
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var glaður með 4-1 sigurinn á Þór/KA en fannst alveg óþarfi að fá mark á sig undir lok leiksins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Þór/KA

Blikar voru afar sannfærandi í leiknum og gerðu út um hann eftir hálftíma. Staðan var þá 3-0 en Natasha Moraa Anasi gerði svo fjórða markið í byrjun síðari hálfleiks.

Þá féllu Blikar aftur og leyfðu Þór/KA að komast betur inn í leikinn þar sem þær sköpuðu sér nokkur færi áður en Margrét Árnadóttir skorað nokkrum mínútum fyrir leikslok.

„Fyrst og fremst ánægður að vinna fyrsta leik og tiltölulega sannfærandi og getum ekki beðið um það mikið betra. Við byrjuðum sterkt og komum okkur í góða stöðu, 3-0 í hálfleik og sterkt að ná að skora strax fjórða markið í seinni og þá fannst mér detta svolítið niður, þær féllu og voru mikið með boltann og urðum pínu 'sloppy'," sagði Ásmundur við Fótbolta.net.

„Við hleyptum þeim inn í leikinn og þær fengu tvo eða þrjá möguleika áður en þær skoruðu. Fúlt að upplifa það en að öðru leyti ánægður að vinna og gott að byrja þetta svona," sagði hann ennfremur um leikinn en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner