KA og FH mætast í baráttu neðstu liða Bestu-deildar karla í dag. Leikurinn er liður í 4. umferð deildarinnar. KA sitja á botninum með 1 stig, en FH eru sæti ofar með aðeins hagstæðari markatölu. Bæði lið vilja líklega nýta leikinn í dag til þess að spyrna sér sem fastast frá botninum og því má búast við harðri baráttu á gervigrasinu við KA heimilið.
Lestu um leikinn: KA 3 - 2 FH
Björn Daníel Sverrisson tekur út leikbann í dag og er því fjarri góðu gamni. FH-ingar hafa þó fengið liðsstyrk frá Bandaríkjunum, þar sem að Úlfur Ágúst Björnsson er klár í slaginn eftir að hafa stundað nám í Duke háskólanum í vetur. Hann byrjar hjá gestunum.
KA menn gera breytingu á sínu liði sömuleiðis. Kári Gautason sest á bekkinn og inn kemur Hrannar Björn Steingrímsson. Viðar Örn Kjartansson snýr aftur í leikmannahóp KA eftir meiðsli og byrjar á bekknum.
Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Jóan Símun Edmundsson
8. Marcel Römer
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Byrjunarlið FH:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
4. Ahmad Faqa
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
21. Böðvar Böðvarsson (f)
23. Tómas Orri Róbertsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
37. Baldur Kári Helgason
45. Kristján Flóki Finnbogason
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
2. Vestri | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 - 2 | +2 | 7 |
3. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
4. Víkingur R. | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 1 | +5 | 6 |
5. Stjarnan | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 - 4 | +1 | 6 |
6. Valur | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 - 5 | +2 | 5 |
7. ÍBV | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 - 3 | 0 | 4 |
8. Afturelding | 3 | 1 | 1 | 1 | 1 - 2 | -1 | 4 |
9. KA | 4 | 1 | 1 | 2 | 6 - 11 | -5 | 4 |
10. Fram | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 - 6 | -1 | 3 |
11. ÍA | 4 | 1 | 0 | 3 | 2 - 9 | -7 | 3 |
12. FH | 4 | 0 | 1 | 3 | 5 - 8 | -3 | 1 |