Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Mikil spenna í fallbaráttunni
Bochum er á botninum þegar þrír leikir eru eftir
Bochum er á botninum þegar þrír leikir eru eftir
Mynd: EPA
Mikil spenna er í fallbaráttunni í þýsku deildinni en fimm lið geta fallið þegar þrjár umferðir eru eftir.

Botnlið Bochum er í verstu málunum. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Union Berlín í dag.

Benedict Hollerbach, markahæsti maður Union á tímabilinu, skoraði eina mark liðsins á 11. mínútu en Matus Bero jafnaði metin þegar um tuttugu mínútur voru eftir.

Frederik Ronnow varði frá Bero en boltinn datt aftur fyrir leikmanninn sem skoraði af stuttu færi.

Undir lokin gátu heimamenn í Bochum unnið leikinn er Dani De Wit fékk boltann í teignum en Ronnow bjargaði með stórkostlegri markvörslu.

Bochum er í neðsta sæti með 21 stig en Union í 13. sæti með 36 og nú formlega sloppið við fall.

St. Pauli gerði þá markalaust jafntefli við Werder Bremen í Bremen.

Heimamenn í Bremen fengu bestu færin í leiknum en nýttu ekki. Oliver Burke kom boltanum í netið í síðari hálfleiknum, en markið tekið af þar sem hann var rétt fyrir innan og réttilega dæmdur rangstæður.

Conor Metcalfe, leikmaður St. Pauli, var rekinn af velli undir lok leiks fyrir ljótt brot við miðsvæðið. Það kom ekki að sök í þetta sinn og markalaust jafntefli niðurstaðan.

St. Pauli er í 14. sæti með 31 stig og ekki búið að bjarga sér frá falli en staða liðsins er góð. Það er sex stigum fyrir ofan fallsæti á meðan Bremen er í 8. sæti með 46 stig.

Staða neðstu liða:
14. St. Pauli - 31 stig
15. Hoffenheim - 30 stig
16. Heidenheim - 25 stig
17. Holsten Kiel - 22 stig
18. Bochum - 21 stig

Úrslit og markaskorarar:

Werder 0 - 0 St. Pauli
Rautt spjald: Conor Metcalfe, St. Pauli ('90)

Bochum 1 - 1 Union Berlin
0-1 Benedict Hollerbach ('17 )
1-1 Matus Bero ('68 )
1-1 Matus Bero ('68 , Misnotað víti)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern W 20 17 2 1 52 13 +39 53
2 Eintracht Frankfurt W 20 14 2 4 63 21 +42 44
3 Wolfsburg W 19 13 3 3 48 16 +32 42
4 Bayer W 20 12 4 4 36 18 +18 40
5 Freiburg W 20 10 4 6 31 29 +2 34
6 Hoffenheim W 19 11 0 8 43 25 +18 33
7 Werder W 20 9 2 9 25 34 -9 29
8 RB Leipzig W 20 8 3 9 30 37 -7 27
9 Essen W 20 5 4 11 21 27 -6 19
10 Carl Zeiss Jena W 20 2 4 14 7 38 -31 10
11 Koln W 20 1 5 14 12 50 -38 8
12 Potsdam W 20 0 1 19 5 65 -60 1
Athugasemdir
banner