Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 27. maí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Howe um veiruna: Get ímyndað mér stressið hjá leikmönnum
„Okkur leið vel og fannst við vera í lagi þegar enginn greindist í fyrsta prófinu. En um leið og einn greinist þá breytir það hugarfarinu hjá öllum," segir Eddie Howe, stjóri Bournemouth.

Aaron Ramsdale, markvörður Bournemouth, greindist með kórónaveiruna þegar leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fóru í annað próf vegna veirunnar í lok síðustu viku.

„Allt í einu urðu allir viðkvæmir og menn áttuðu sig á því að þetta er alvarlegt og raunverulegt."

„Síðan kemur óvissan inn í spilið. Þetta var áfall fyrir okkur. Við erum núna að bíða eftir næsta prófi til að sjá hvort einhver hafi smitast af leikmannium. Ég get bara ímyndað mér stressið á meðal leikmanna. Ég get ímyndað mér að þeim líði eins og mér."


Sjá einnig:
Ramsdale með kórónaveiruna
Athugasemdir
banner
banner
banner