Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   fös 27. maí 2022 18:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - Jóhann Már svarar spurningum
Jóhann Már Helgason (til vinstri).
Jóhann Már Helgason (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Eddie Howe var besti stjórinn að mati Jóhanns.
Eddie Howe var besti stjórinn að mati Jóhanns.
Mynd: EPA
Mateo Kovacic skoraði flottasta markið.
Mateo Kovacic skoraði flottasta markið.
Mynd: EPA
Fótbolti.net gerir upp tímabilið í ensku úrvalsdeildinni þessa vikuna, leitað verður til sparkspekinga til að svara nokkrum spurningum um tímabilið sem er að baki og tímabilið sem framundan er. Sparkspekingur dagsins er Jóhann Már Helgason stuðningsmaður Chelsea, hann svarar hér nokkrum laufléttum og skemmtilegum spurningum.

Besti leikmaðurinn? Mo Salah, bæði markahæstur og stoðsendingahæstur, kom að 36 mörkum í 35 leikjum í deildinni.

Besti stjórinn? Ég ætla að gefa Eddie Howe þetta. Menn kepptust um að dæma Newcastle fallna þegar hann tók við þeim en að lokum voru þeir eitt stigahæsta liðið eftir að hann mætti á svæðið. Svakalegur viðsúningur.

Flottasta markið? Ég set Chelsea gleraugun á mig hérna og vel Mateo Kovacic vs Liverpool í janúar sl.

Skemmtilegasti leikurinn? Man City vs Aston Villa á lokadeginum var lygilegur í alla staði.

Skondnasta/skemmtilegasta atvikið? Þegar Brandon Williams missti stjórn á skapi sínu, en fattaði svo að hann var að fara hjóla í Christan Eriksen og byrjaði svo bara að faðma hann. Fyndið og pínu fallegt líka.

Vanmetnasti leikmaðurinn? Dan Burn hjá Newcastle deilir þessum titli með Marc Cucurella hjá Brighton.

Hvaða lið olli mestum vonbrigðum í vetur? Rauða liðið í Manchester breyttist í þrotabú síðustu 3-4 mánuði þessa tímabils.

Hvaða lið kom mest á óvart? Crystal Palace kom mér skemmilega á óvart - hélt að þeir myndu vera í fallbaráttu með nánast nýtt lið en Vieira vann frábært starf.

Hvaða leikmaður olli mestum vonbrigðum í vetur? Romelu Lukaku olli mér amk talverðum vonbrigðum.

Hvaða lið mun styrkja sig mest í sumar? Newcastle er alltaf að fara taka inn 4-6 nýja leikmenn, enda allar fjárhirslur fullar.

Hvernig fannst þér dómgæslan í vetur? Afskaplega misjöfn, Michael Oliver er flottur dómari og Paul Tierney er að vaxa mikið í áliti hjá mér. Restin getur gert mikið betur.

Þú mátt velja einn leikmann úr liðunum sem féllu og setja í liðið þitt, hvaða leikmaður yrði fyrir valinu? Það er nú fátt um fína drætti ef ég ætti að velja þá fyrir mína menn í Chelsea. En frá Watford tæki ég Ismaila Sarr, frá Burnley tæki ég líklega Max Cornet og frá Norwich tæki ég bara Billy Gilmour aftur til baka á láni.
Athugasemdir
banner
banner