Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mán 27. maí 2024 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Borgaði sjálfur fyrir Airbnb á Íslandi - „Það endaði með samningi"
Matthias Præst.
Matthias Præst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir fagnar marki í kvöld.
Fylkir fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður svo vel. Þetta var svo mikilvægt," sagði Matthias Præst, leikmaður Fylkis, eftir 3-1 sigur gegn HK í Bestu deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Fylkismanna í deildinni og mikilvægur var hann.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Præst skoraði bæði og lagði upp í leiknum, en hann var maður leiksins.

„Ef við hefðum ekki unnið í dag, þá væri staðan ekki góð. En við unnum og það er mjög gott. Við tókum seinni hálfleikinn úr síðasta leik þar sem við spiluðum mjög vel og vorum agressívir með okkur frá byrjun í dag. Það var gott. Það var svo mikilvægt að ná í fyrsta sigurinn og ég held að við munum ná í fleiri sigra núna."

Præst er 23 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem er uppalinn hjá Vejle í Danmörku en var einnig á mála hjá Horsens um tíma. Undanfarin tímabil hefur hann spilað í Færeyjum með AB Argir og HB í Þórshöfn. Hann kom til Fylkis fyrir tímabilið og nýtur lífsins vel á Íslandi.

„Það er alltaf gaman að skora og leggja upp. Það er gott að hafa áhrif á leikinn," segir Præst en hann kom því í gegn sjálfur að komast til Íslands.

„Mér líkar vel að vera á Íslandi. Liðið er mjög indælt og það er allt gott við það. Ég er mjög ánægður. Ég spilaði í Færeyjum á síðasta ári en ég vildi prófa eitthvað nýtt. Ég skrifaði til marga félaga og Fylkir svaraði. Ég æfði með þeim í desember og það hentaði mér vel."

Hann kom hingað til lands og borgaði sjálfur fyrir Airbnb gistingu á meðan hann var hér til reynslu.

„Ég borgaði sjálfur fyrir flugið og Airbnb. Það endaði með samningi sem er gott. Ég vildi ekki fara heim og spila í neðri deildum í Danmörku. Ég horfði til Íslands og endaði hérna. Ég hef séð smá af landinu og prófaði að fara á snjóbíl fyrir nokkrum dögum. Það er meira að sjá sem er gaman. Ég sakna veðursins í Danmörku en það er flott að vera hérna."

„Ég er mjög þakklátur Fylki," sagði Præst en allt viðtalið má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir