Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   sun 27. júní 2021 23:41
Arnar Laufdal Arnarsson
„Kláraði meistaranám í verkfræði á Ítalíu og gat ekki æft fótbolta á meðan"
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Andri Rafn Yeoman var hetja Blika í kvöld þegar hann skoraði frábært sigurmark, stöngin inn þegar það voru þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma gegn HK í Kópavogsslagnum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var spurður í viðtali eftir leik hvort hann hafi séð svona áður frá Andra Rafni, jafnvel á æfingum.

"Nei ég skal nú vera hreinskilinn ég hef ekki oft séð hann taka hann á lofti einhvern veginn og smyrja hann stöngin inn í fjær úr þessum þrönga vinkli en þetta er bara enn eitt dæmið um Andra Rafn Yeoman, hann er búinn að vera í skóla, spilaði með okkur í janúar fór svo og kláraði meistaragráðu í verkfræði á Ítalíu, gat ekki æft fótbolta á meðan en einhvern veginn nær hann samt að vera strax orðinn jafn mikilvægur hlekkur og raun ber vitni svo skorar hann þetta mark í lokin sem er auðvitað frábært" Sagði Óskar léttur og hló aðeins.

Andri Rafn svaraði svo ummælum Óskars í viðtali eftir leik.

"Neinei algjör óþarfi að gera þetta á æfingum" sagði Andri og hló.

En ætlaði Andri samt alltaf að skjóta á markið?

„Já eiginlega, ég veit að ég er staðsettur þarna einhversstaðar í teignum og næ ágætis fyrstu snertingu, legg hann fyrir mig og bara læt vaða. Það spilaði líka inn í að það er langt síðan maður spilaði heilan leik og ég var orðinn örlítið þreyttur, hugsunin var að reyna gera einhvað hratt og koma þeim aðeins á óvart og það gekk í þetta skipti."

Andri Yeoman: Hugsunin var að koma þeim á óvart

Óskar Hrafn: Mér leið ekkert sérstaklega vel
Óskar Hrafn: Mér leið ekkert sérstaklega vel
Andri Yeoman: Hugsunin var að koma þeim á óvart
Athugasemdir
banner
banner