Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   mán 27. júní 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Dembele í lykilviðræðum við Barcelona
Mynd: EPA
Umboðsmaður Ousmane Dembele er kominn til Barcelona í lykilviðræður um framtíð leikmannsins.

Samningur Dembele við Barcelona rennur út núna um mánaðamótin og kominn tími til að taka ákvörðun um hvort hann skrifi undir nýjan samning eða yfirgefi Nývang.

Dembele gekk í raðir Barcelona frá Borussia Dortmund sumarið 2017 og átti hann að fylla skarð Neymar sem fór til Paris Saint-Germain.

Það hefur ekki gengið að óskum, Dembele hefur á köflum sýnt hvaða gæðum hann býr yfir en hann hefur ekki náð að finna stöðugleika vegna meiðslavandræða.

Þessi 24 ára Frakki hefur spilað 149 leiki fyrir Barcelona, skorað 32 mörk og átt 34 stoðsendingar á þeim fimm tímabilum sem hann hefur spilað á Spáni.
Athugasemdir
banner