Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 27. september 2024 12:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu sem gætu tekið við ÍBV
Hver stýrir ÍBV á næstu leiktíð?
Hver stýrir ÍBV á næstu leiktíð?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það var tilkynnt núna fyrir stuttu að Hermann Hreiðarsson muni ekki stýra ÍBV áfram.

Eyjamenn verða því með nýjan mann í brúnni í Bestu deildinni á næstu leiktíð.

„Stjórn knattspyrnudeildar hefur átt gott samstarf með Hermanni undanfarin ár og var eindreginn vilji stjórnarinnar að halda því samstarfi áfram," segir í tilkynningu ÍBV í dag.

„Breytingar eru hins vegar að verða á búsetu Hermanns og hans fjölskyldu og því hans mat að hann hafi ekki tök á að halda áfram sem þjálfari liðsins."

Fótbolti.net hefur sett saman lista yfir þjálfara sem gætu hugsanlega stýrt ÍBV í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Verður það einhver af þessum þjálfurum sem tekur að sér þetta starf?
Athugasemdir
banner
banner
banner