Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 17:40
Magnús Már Einarsson
Henderson um markaskorun Salah: Eins og í tölvuleik
Salah skoraði 44 mörk í 52 leikjum á fyrsta tímabili hjá Liverpool.  Hundraðasta markið leit dagsins ljós á dögunum.
Salah skoraði 44 mörk í 52 leikjum á fyrsta tímabili hjá Liverpool. Hundraðasta markið leit dagsins ljós á dögunum.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur hrósað Mohamed Salah í hástert. Salah skoraði hundraðasta mark sitt fyrir Liverpool í 2-2 jafnteflinu gegn Everton á dögunum en hann skoraði markið í 159. leik sínum fyrir félagið.

Salah kom frá Roma á 39 milljónir punda árið 2017 og hefur raðað inn mörkum síðan þá.

„Maður missir andlitið yfir tölunum hjá Mo. Hann hefur náð hundrað í einungis 159 leikjum - það er eins og eitthvað í tölvuleik!" sagði Henderson.

„Maður ætti ekki að vera hissa en þetta undirstrikar hversu heppin við erum að vinna með honum og að vera stuðningsmaður félagsins á þeim tíma sem hann er hér hjá okkur."

„Ekki í eina mínútu tökum við því sem gefnu að vera með Mo hér. Ég tel að afrek hans eigi skilið að fá meiri virðingu. Það er mögulegt að töurnar á fyrsta tímabili hans með okkur - yfir 40 mörk - hafi orðið til þess að mælikvarðinn sé ósanngjarn og óraunhæfur hjá honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner