Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 23:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Rhys Williams ætti að passa vel inn í lið Liverpool"
Williams í baráttunni við Mikael Anderson í kvöld.
Williams í baráttunni við Mikael Anderson í kvöld.
Mynd: Getty Images
Liverpool varð fyrir áfalli í kvöld þegar Fabinho þurfti að yfirgefa völlinn eftir tæplega hálftíma leik. Liverpool tók á móti Midjtylland í Meistaradeildinni og enduðu leikar 2-0 fyrir Liverpool.

Fabinho lék í miðverði líkt og í undanförnum leikjum þar sem Virgil van Dijk er fjarri góðu gamni og Joel Matip glímir við meiðsli. Fabinho lék við hlið Joe Gomez. Englendingurinn Rhys Williams kom inn á í vörnina í stað Fabinho. Rhys er nítján ára gamall og var að leika sinn annan leik í Meistaradeildinni. Hann hefur ekki lekið í ensku úrvalsdeildinni og sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, það fátítt, að menn eigi fleiri Meistaradeildarleiki en deildarleiki, í viðtali eftir leikinn í kvöld. Rhys á að baki sex unglingalandsleiki, þar af einn U21 leik.

Gary O'Neil, fyrrum miðjumaður Portsmouth, var á vaktinni fyrir BBC Radio 5 Live í kvöld og tjáði hann sig um Rhys Williams.

„Það er alltaf óvissa með það hvernig ungstirni standa sig á þetta háu getustigi. Rhys hefur fengið grunninn í unglingastarfinu og hann er góður varnarmaður. Hann var á láni hjá Kidderminster á síðustu leiktíð og þar fékk hann að spila og lær bæði að þrauka og harka af sér," sagði Gary.

„Meiðsli hafa haft þau áhrif að hann er núna kominn inn í aðalliðið og þarf að spila. Ég vil halda að hann geti tekið það á þessari ferð sem hann er á núna. Það eru nokkrir frábærir fagmenn í Liverpool liðinu sem munu láta honum líða vel og öruggum. Leikmenn á borð við Jordan Henderson og James Milner. Þeir munu sjá um að hann verði hluti af liðinu. En þegar ungum leikmönnum er hent inn í liðið og hafa ekki spilað áður á þessu getutigi þá geturu aldrei verið alveg viss fyrr en þú sérð þá spila en ég held að hann muni spjara sig vel og passa vel inn í Liverpool liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner