Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vil láta enn meira að mér kveða í þessari deild áður en ég fer á næsta stig"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson, sautján ára leikmaður Norrköping, hefur slegið í gegn á þessari leiktíð og hefur það verið staðfest að stórliðin Juventus, Liverpool og Manchester United eru öll að fylgjast með Skagamanninum.

Ísak segist rólegur yfir áhuga stórliðanna og einbeiti sér að því að gera vel fyrir sænska félagið.

Ísak var í viðtali í gær við Skagafréttir. Hann segist hafa þroskast mikið sem leikmaður og er þakklátur fyrir tækifærin með Norrköping.

„Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir tækifærin sem ég hef fengið hjá Norrköping. Bæði sem leikmaður og sem einstaklingur. Ég hef þroskast mikið og þróast í rétta átt sem leikmaður og vonandi líka sem persóna. Eins og staðan er núna þá hef ég ekkert á móti því að vera áfram hér í Norrköping," sagði Ísak við Skagafréttir.

„Að mínu mati er þetta einn besti staðurinn til að vera á fyrir unga leikmenn. Ég er á góðum stað núna en ég vil láta enn meira að mér kveða í þessari deild áður en ég fer á næsta stig á ferlinum. Það geta allir verið góðir í einum leik en ég er að leita eftir meiri stöðugleika yfir lengri tíma hjá mér.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner