Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. nóvember 2019 20:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópukeppni unglingaliða: Derby kláraði einvígið sannfærandi
Skagamenn þakka fyrir stuðninginn eftir fyrri leik liðanna.
Skagamenn þakka fyrir stuðninginn eftir fyrri leik liðanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr fyrri leiknum.
Úr fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Derby County 4 - 1 ÍA
1-0 Jason Knight ('11)
2-0 Jack Stretton ('20)
3-0 Jason Knight ('42)
4-0 Archie Brown ('63)
4-1 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('71)
Lestu nánar um leikinn.

ÍA heimsótti í dag Derby í seinni leik liðanna í Evrópukeppni unglingaliða. Fyrri leikurinn endaði með 1-2 sigri Derby á Víkingsvelli.

Jason Knight kom Derby í góða stöðu í einvíginu á 11. mínútu þegar hann skoraði með skoti úr teignum. Staðan batnaði ekki níu mínútum seinna þegar Jack Stretton kom heimamönnum í 2-0.

Vont versnaði svo á 42. mínútu þegar Knight skoraði sitt annað mark. ÍA byrjaði seinni hálfleikinn vel en á 63. mínútu skoraði Archie Brown fjórða mark Derby.

Skagamenn gáfust þó ekki upp því á 71. mínútu skoruðu þeir mark: „ÍA fær vítaspyrnu! Brotið á Eyþóri og dómarinn fra Norður-Írlandi bendir á punktinn," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson á 70. mínútu í beinni textalýsingu frá leiknum í kvöld. Á 71. mínútu skrifaði hann: „Frábær vítaspyrna frá fyrirliðanum! Markvörður Derby fór í rétt horn, en átti ekki möguleika þrátt fyrir það. Þá er staðan 6-2 samanlagt."

Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan því 6-2 fyrir Derby sem fer áfram í 3. umferð keppninnar. Viðtöl frá Derby munu koma inn á Fótbolta.net seinna í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner