Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 14:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir að Turner fari til Arsenal
Mynd: EPA
Landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, Gregg Berhalter, hefur staðfest að markvörðurinn Matt Turner er á leið til Arsenal frá New England Revolution sem spilar í bandarísku MLS-deildinni.

Turner kemur í sumar til Arsenal sem greiðir 4,5 milljónir punda fyrir hann og gæti verðmiðinn hækkað í 7,5 milljónir punda.

Turner varði mark Bandaríkjanna gegn El Salvador í undankeppni HM í nótt, lokatölur urðu 1-0 fyrir Bandaríkin.

Koma Turner til Arsenal ætti að hjálpa Bernd Leno að losna frá félaginu. Leno hefur verið varamarkvörður frá komu Aaron Ramsdale í hasut. Leno á átján mánuði eftir af sínum samningi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner