Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. janúar 2023 12:15
Aksentije Milisic
Ten Hag: Ég er ekki Harry Potter
Ten Hag og Marcus Rashford.
Ten Hag og Marcus Rashford.
Mynd: EPA

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var spurður út í Marcus Rashford á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Reading í enska bikarnum í kvöld.


Rashford hefur verið stórkostlegur í liði Man Utd á þessari leiktíð en hann átti mjög erfitt uppdráttar á þeirri síðustu.

Síðan Hollendingurinn tók við liðinu hefur verið allt annað að sjá Rashford en hann er að spila með mikið sjálfstraust og virðist vera óstöðvandi um þessar mundir.

„Ég er ekki Harry Potter, þetta er bara tilviljun,” sagði Ten Hag.

„Hver einasti leikmaður þarf að búa til og fá sitt sjálfstraust. Rashford barðist fyrir sínu, hann lagði inn mikla vinnu.”

„Auðvitað, ég og mitt teymi, við komum inn með skipulag og hugmyndir. Sérstaklega hvernig við spilum, við viljum koma Rashford í réttu stöðurnar," sagði stjórinn.

„Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta undir leikmanninum komið. Þegar hann er með sjálfstraust, þá er ég viss um það að hvernig við leggjum upp með að spila, þá geti hann sýnt sínar bestu hliðar.”

United mætir Reading í kvöld á Old Trafford klukkan 20.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner