Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   þri 28. febrúar 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Stellini segir að Conte mæti aftur til Lundúna í vikunni
Cristian Stellini.
Cristian Stellini.
Mynd: EPA
Cristian Stellini hefur haldið um stjórnartaumana hjá Tottenham að undanförnu en Antonio Conte hefur verið á Ítalíu að jafna sig eftir gallblöðrutöku.

Tottenham heimsækir Sheffield United annað kvöld i 16-liða úrslitum FA-bikarsins, Conte verður ekki mættur á hliðarlínuna í þann leik.

Í fjarveru Conte hefur Stellini stýrt fjórum leikjum og allir hafa þeir unnist.

„Hann er væntanlegur til baka til Lundúna í vikunni. Hann verður ekki á leiknum á morgun, læknirinn okkar velur rétta tímapunktinn," segir Stellini.

Tottenham vann Chelsea um helgina og er í fjórða sætinu, fjórum stigum á undan Newcastle sem á leik til góða.

Ekkert hefur bæst við meiðslalista Tottenham en þar eru Rodrigo Bentancur, Hugo Lloris, Yves Bissouma og Ryan Sessegnon.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
5 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
6 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner