Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 28. febrúar 2024 20:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Koumas skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í frumrauninni
Liverpool er komið í forystu
Liverpool er komið í forystu
Mynd: Getty Images

Liverpool er komið með forystuna gegn Southampton á Anfield en það var hinn 18 ára gamli Lewis Koumas sem skoraði markið í sínum fyrsta leik fyrir félagið.


Leikmenn Southampton naga sig í handabökin en liðið hafði verið með öll völd á vellinum í fyrri hálfleiknum. Fyrsta færi Liverpool kom á 42. mínútu þegar Harvey Elliott átti skot fyrir utan teginn sem Joe Lumley markvörður Southampton varði vel.

Stuttu síðar fékk Koumas boltann og lét vaða rétt fyrir utan vítateiginn. Boltinn hafði viðkomu í Jan Bednarek og þaðan í netið.

Stór stund fyrir Koumas sem er að spila sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélagið sitt.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner