Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 28. mars 2022 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keflavík í leit að tveimur mönnum - Bónus ef Rúnar verður með í sumar
Rúnar Þór
Rúnar Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Raggi
Siggi Raggi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Árni alvarlega meiddur?
Adam Árni alvarlega meiddur?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óvíst hversu mikið þeir Nacho Heras og Rúnar Þór Sigurgeirsson geta verið með Keflvíkingum í sumar. Rúnar Þór hefur glímt við meiðsli í tæpt ár á meðan Nacho meiddist í vetur. Þá sneri Adam Árni Róbertsson sig á æfingu á dögunum og bólgnaði upp í hnénu.

Fréttaritari ræddi í dag við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara Keflavíkur, og spurði út í stöðuna á hópnum.

Skoða að fá inn tvo leikmenn
„Við erum að skoða styrkingar, við vonumst til að geta tilkynnt um eitthvað vonandi á næstu dögum. Það er búið að vera mikið um meiðsli hjá okkur. Við spiluðum gegn KA í vikunni og vorum í raun ekki með varamann með okkur. Það er mikið um meiðsli eins og reyndar hjá KA," sagði Siggi Raggi. Enginn úr 2. flokki Keflavíkur fór með í ferðina en Keflvíkingar unnu 3-1 sigur á KA í Boganum um helgina.

„Við þurfum að stækka hópinn okkar. Við höfum verið að leita að styrkingum sem gefa okkur fleiri möguleika. Við viljum bæði fá inn kantmann og varnarmann - ekki verra ef leikmenn eru fjölhæfir. Við erum að vinna með lægra „budget" en mörg önnur lið í deildinni og því er betra að vera með fjölhæfa leikmenn sem geta leyst fleiri en eina stöðu. Við höfum skoðað í kringum okkur og höfum ekki verið að taka menn til þess að taka menn."

„Við erum með unga og efnilega stráka sem hafa fengið að spila mikið í vetur, t.d. þeir Edon Osmani og Ásgeir Páll Magnússon. Edon hefur staðið sig vel á kantinum í vetur og Ásgeir Páll hefur spilað flest alla leiki sem bakvörður í vetur - Ásgeir er hörkuefni. Við erum eiginlega of fáir núna, eru of margir meiddir og tvísýnt um nokkra leikmenn vegna meiðsla."


Bónus ef Rúnar spilar
Verða fleiri en Nacho frá í fyrsta leik?

„Ég veit ekki nákvæmlega hvenær Nacho verður klár, hann fór í sprautu þar sem það eru skemmdir í brjóski í hné og það er erfitt að eiga við það. Hann er aðeins byrjaður að skokka á hlaupabretti. Svo er Rúnar Þór meiddur, búinn að vera meiddur frá því í júní í fyrra."

„Maður veit ekki með Rúnar, verður eiginlega að líta á það sem bónus ef hann getur verið með okkur. Þetta er búið að vera ofbosðlega þrálátt, tekur kannski eina og eina æfingu en svo er hann orðinn slæmur aftur. Hann er að glíma við eitthvað á nárasvæðinu, var með beinmar og verið stífur í mjöðm. Ég veit eiginlega ekki stöðuna á honum, er svolítið spurningamerki en ég vona auðvitað að hann geti verið með okkur - þetta er orðinn ansi langur tími."

„Svo bíðum við eftir niðurstöðu hvort það verði í lagi með Adam Róberts, hann sneri sig á æfingu og það bólgnaði upp á honum hnéið. Hann festi takkana í grasinu og við bíðum niðurstöðu á hans stöðu."


Ánægður með nýju leikmennina en vill fá fleiri
Varðandi leikmannastyrkingarnar ætlar Siggi að vera opinn fyrir hvaða leikmanni sem er. „Ef þú færð frábæran leikmann upp á borðið sem spilar einhverja aðra stöðu en það sem við erum að leita að þá veltir maður því fyrir sér sem þjálfari hvort þú getir fært eitthvað til í liðinu eða breytt um leikskipulag."

„Í grunninn erum við að leita að kantmanni því við misstum Marley Blair frá okkur og Ástbjörn Þórðarson var þessi fjölhæfi leikmaður sem gat leyst allar varnarstöðurnar og kantstöðurnar. Við misstum Ása frá okkur og erum í raun að leita að mönnum í staðinn fyrir þá tvo. Planið er að fara sterkari inn í mótið heldur en í fyrra, ég er ánægður með þá leikmenn sem við höfum fengið inn en við þurfum samt fleiri því við höfum misst sterka leikmenn,"
sagði Siggi Raggi.

Sjá einnig:
Marley Blair yfirgefur Keflavík óvænt - Nacho meiddur
Þegar maður er ungur á maður ekki að elta peninginn
Athugasemdir
banner
banner