Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
Kjaftæðið - Jason Daði á heimleið?
Kjaftæðið - Viðbjóður í Varsjá
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur í Varsjá og Heimir gegn Ronaldo
Kjaftæðið - Ísland í lykilstöðu fyrir umspilssæti
Hugarburðarbolti GW 11 Úr skúrk, yfir í hetju á einni viku!
Enski boltinn - Var tímabilið að sveiflast þarna?
Kjaftæðið - City valtaði yfir Liverpool og Amorim drullaði á sig
Útvarpsþátturinn - Davíð Smári, kapallinn og ensk verðlaun
Kjaftæðið - Frankarinn kominn heim og lét til sín taka!
Hugarburðarbolti GW 10 Hver er hinn fullkomni fantasy leikmaður?
banner
   þri 28. mars 2023 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milos í stærsta starfi sem íslenskur fótboltaþjálfari hefur gegnt
Aldrei hefur íslenskur þjálfari verið í eins stóru starfi og Milos Milojevic er í núna.

Milos, sem er með íslenskan ríkisborgararétt, kom fyrst til Íslands árið 2006 til að spila með Hamri. Hann spilaði svo með Ægi og Víkingi Reykjavík. Síðar meir varð hann aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar hjá Víkingi og svo aðalþjálfari. Hann stýrði Breiðabliki áður en hann fluttist búferlum til Svíþjóðar.

Hann hefur unnið sig hratt upp stigann og stýrði Malmö, sigursælasta félagi Svíþjóðar, áður en hann tók við Rauðu stjörnunni í fyrra.

Að stýra Rauðu stjörnunni er erfitt starf og því fylgir mikil pressa, en allt bendir til þess að Milos verði serbneskur meistari á næstu vikum. Liðið er enn taplaust eftir 27 leiki í serbnesku úrvalsdeildinni.

Fréttamaður Fótbolti.net hringdi til Serbíu í dag og spjallaði aðeins við Milos um starfið hjá Rauðu stjörnunni og vegferð hans þangað. Hægt er að hlusta á spjallið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir