Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   fös 28. mars 2025 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Kári Gautason (KA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni unplayable.
Bjarni unplayable.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óþolandi, en samt snillingur.
Óþolandi, en samt snillingur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skepna í eldhúsinu.
Skepna í eldhúsinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur á leið í sjónvarpið.
Dagur á leið í sjónvarpið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'100x meiri toppmenn en maður gat ímyndað sér'
'100x meiri toppmenn en maður gat ímyndað sér'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haddi nældi í málm og það tikkar í box hjá Kára.
Haddi nældi í málm og það tikkar í box hjá Kára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári er fæddur árið 2003 og hefur oftast spilað sem hægri bakvörður í liði KA. Hann er uppalinn KA maður en hefur leikið með Magna og Dalvík/Reyni á láni.

Kári á að baki 25 leiki í efstu deild, en 23 af þeim spilaði hann á síðasta tímabili. Hann framlengdi í vetur samning sinn við KA út tímabilið 2027. Í dag sýnir Kári á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Kári Gautason.

Gælunafn: Kötturinn, kid Kári, kisi eða K diggity dog svo eitthvað sé nefnt.

Aldur: 21 árs.

Hjúskaparstaða: Föstu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Ég spilaði fyrsta leikinn 2021 gegn Leikni á Dalvíkurvelli, helvíti minnisstætt þegar Paez fleygði sér í eina tveggja fóta.

Uppáhalds drykkur: Ískaldur blár kristall.

Uppáhalds matsölustaður: Saffran.

Uppáhalds tölvuleikur: Verður að vera Fortnite.

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Já.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Invincible og guilty pleasure Love Island með frúnni.

Uppáhalds tónlistarmaður: Saint pete yfirburðar.

Uppáhalds hlaðvarp: Dr.football.

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok doomscroll eða tuð á X.

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Ég er ChatGPT stríðsmaður. Tala meira við chat en nokkurn annan.

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða, annars er Bjarni Aðalsteinsson í gír unplayable.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Halldor minnir a tima kl: 15:30 thann 20.03.2025

Endurhaefingarstodin (s:4611330)

Vinsamlegast latid vita I sima 4611330 ef thu kemst ekki.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þór.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hákon Haraldsson sturlaður upp yngri flokka.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Haddi og Dragan þeir einu sem hafa gefið mér málm. Ég er málmakall, lái mér hver sem vill fyrir það.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sigfús Fannar Gunnarsson, óþolandi að mæta honum þótt hann sé alla jafna algjör snillingur.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Pabbi og king Didier Drogba.

Sætasti sigurinn: Bikarúrslit á móti Víking verður seint toppaður.

Mestu vonbrigðin: Sjálfsmark gegn Breiðablik.

Uppáhalds lið í enska: Ég er fárveikur Chelsea maður.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég tæki DH eða Sveinna alltaf heim, ekki spurning.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Snorri Kristinsson öflugur.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hallgrímur Mar Steingrímsson (bróðir Hrannars)

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ásdís Fríður Gautadóttir. Ekkert eðlilegt við þau gen.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi.

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Ekki gefa gult ef leikmaður fagnar með því að fara úr treyju. Bjarni Aðalsteins ætlar að fagna öllum mörkunum sínum í sumar á þann veg og ég nenni ekki að hafa hann í banni í allt sumar.

Uppáhalds staður á Íslandi: Klefinn í KA heimilinu. Þétt setinn eingöngu af toppmönnum.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég skoraði gegn Völsungi með Dalvík 2023. Þá sá ég leikinn í margfalt fleiri víddum en hinn meðal maður og speglaði skotið af baki Hákons Aðalsteins og þaðan í samskeytin.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Já, ég byrjaði að spila með sokkana lágt niðri eftir brösuglega byrjun hjá Dalvík 2023 og allt lék í blóma eftir það og við unnum deildina. Annars er ég ekkert rosalega harður á þessu.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Bræður mínir spila báðir handbolta svo ég fylgist mikið með þar.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike phantom og mercurial til skiptis.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Ég er örugglega lélegastur að fylgjast með bara.

Vandræðalegasta augnablik: Það var ekkert spes þegar ég dúndraði boltanum í eigið net á Kópavogsvelli seinasta sumar, ég viðurkenni það.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Bjalla Alla, Bigga Bald og Jakobi. Það yrði endalaust hlegið, svo er Kobbi líka skepna í eldhúsinu.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Biggi Bald og Bjalli entertainers. Annars er gaman að fylgjast með skapsveiflum Hrannars.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Það væri áhugavert að fylgjast með Degi Inga Valssyni í Survivor. Ótrúlegt hvað sá maður veit mikið af skrítnu dóti. Væri líka gaman að sjá hann í Love Island þar sem hann er mikill lover boy.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er jafnfættur.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Grímsi og Hrannar. 100x meiri toppmenn en maður gat ímyndað sér.

Hverju laugstu síðast: Að ég væri jafnfættur.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Það er hundleiðinlegt að hita upp og það vita allir.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Todd Boehly hvernig honum hafi dottið í hug að reka Tuchel. Sá brottrekstur svíður ennþá.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Mæta á völlinn og láta í sér heyra. Gerum alvöru stemningu á vellinum og þá verður þetta drullu gott sumar.
Athugasemdir
banner
banner