Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fös 28. apríl 2023 12:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH mætir KR í Árbæ á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ný tíðindi 15:32: Leikstað hefur verið breytt í Miðvöllinn (frjálsíþróttavöllinn) í Kaplakrika og fer því ekki fram á Würth vellinum í Árbæ.



FH mætir KR í 4. umferð Bestu deildarinnar á morgun. Þetta má sjá á heimasíðu KSÍ þar sem leikdegi, leiktíma og leikstað hefur verið breytt.

Leikurinn átti að fara fram á Kaplakrikavelli í kvöld (18:00) en nú má sjá að leikurinn fer fram á Würth vellinum í Árbæ og hefst hann klukkan 14:00 á morgun.

Fulltrúar KSÍ og KR hafa verið í Kaplakrika í dag og tekið út Kaplakrikavöll. Skoðað var að spila leikinn á Miðvellinum eins og var gert í 2. umferð gegn Stjörnunni en eftir skoðun í morgun kom í ljós að það myndi heldur ekki ganga.

Ástæða breytingarinnar af ksi.is:
Aðalstjórn FH tilkynnti KSÍ seint að kvöldi dags 27. apríl að aðalstjórn hafi lokað báðum grasvöllum félagsins í Kaplakrika til og með 4. maí og hefur knattspyrnudeild FH því hvorki aðgang að keppnisvelli né tilgreindum varavelli í Kaplakrika fyrir leik FH og KR í Bestu deild karla 28. apríl (í dag, föstudag).

Vegna ákvörðunar aðalstjórnar FH hefur mótanefnd KSÍ ákveðið að fresta leik FH og KR til laugardagins 29. apríl (á morgun) kl. 14:00 og fer leikurinn fram á Fylkisvelli. Þessi ákvörðun er tekin til að tryggja eðlilegan framgang Bestu deildar karla og er tekin á grundvelli greinar 28 í lögum KSÍ, greinum 12.1, 15.3, 15.7 og 18.2 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og 4. grein starfsreglna nefndarinnar.

Tveir leikir á Würth vellinum í umferðinni
Würth völlurinn er heimavöllur Fylkis og verður þetta ekki eini leikurinn sem spilaður verður á vellinum í umferðinni því Breiðablik mætir Fram þar klukkan 20:00 í kvöld. Þar er um heimaleik Breiðabliks að ræða en ekki er hægt að spila á Kópavogsvelli þar sem verið er að skipta um gervigras á vellinum.

4. umferð Bestu:
föstudagur 28. apríl
20:00 Breiðablik-Fram (Würth völlurinn)

laugardagur 29. apríl
14:00 HK-Fylkir (Kórinn)
14:00 FH-KR (Würth völlurinn)
17:00 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
17:00 Keflavík-ÍBV (Nettóhöllin-gervigras)
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner