Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fös 28. apríl 2023 15:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikstað aftur breytt - Spilað á Miðvellinum á morgun
Svona leit Miðvöllurinn út 15. apríl.
Svona leit Miðvöllurinn út 15. apríl.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aðalstjórn FH hefur aflétt lokun á frjálsíþróttavelli félagsins og í kjölfarið hefur verið tilkynnt að leikur liðsins gegn KR mun fara fram á Miðvellinum í Kaplakrika á morgun.

Þetta er ansi athyglisvert því fyrr í dag tilkynnti KSÍ að leikurinn færi fram á Würth vellinum, heimavelli Fylkis, í Árbæ.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og er liður í 4. umferð Bestu deildarinnar.

Af ksi.is:
Fyrr í dag var leik FH og KR í Bestu deild karla frestað til morguns þar sem aðalstjórn FH hafði tilkynnt um lokun á báðum grasvöllum FH í Kaplakrika.

Fyrir stuttu síðan barst hins vegar tilkynning frá aðalstjórn FH um að lokun hefði verið aflétt af frjálsíþróttavelli félagsins.

Í framhaldinu óskaði FH eftir því að leikurinn yrði færður á varavöll félagsins.

Mótanefnd KSÍ hefur því aftur breytt leikvelli í leiknum og fer hann fram á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner