Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 23:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingur með leikmann í myndinni - Ekkert orðið klárt
Birnir og Óskar ekki í boði
Kári Árnason er að reyna fá leikmann
Kári Árnason er að reyna fá leikmann
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar á miðnætti annað kvöld og lið eru því á fullu að reyna styrkja hópinn sinn.

Víkingur er eitt af þeim liðum en Sölvi Geir Ottesen, þjálfari liðsins, staðfesti í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leik liðsins gegn Val í kvöld að það væri leikmaður inn í myndinni hjá félaginu.

„Við erum með leikmann í myndinni en það er voða lítið klárt þannig ég get lítið talað um það," sagði Sölvi Geir.

Víkingur hefur verið orðað við Óskar Borgþórsson, leikmann Sogndal, og Birni Snæ Ingason, leikmann Halmstad og fyrrum leikmann Víkings.

„Það hefur klárlega verið til umræðu. Þeir eru báðir frábærir fótboltamenn, þannig við erum spenntir fyrir þeim. Þeir eru ekki í boði þannig það fer ekkert lengra," sagði Sölvi.
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Innkastið - Enginn skilaréttur!
Athugasemdir