Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   mán 28. apríl 2025 22:12
Haraldur Örn Haraldsson
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Vissulega svekkjandi eftir svona miðað við hvernig færin í lokin fóru gegn okkur. Við fengum sannarlega tækifæri og vorum nálægt því að  skora í lokin. En heilt á litið kannski sanngjörn úrslit."

Víkingar áttu ekki sinn besta dag sóknarlega og náðu ekki að skapa sér mörg færi í leiknum. 

„Þú vilt alltaf skapa fleiri færi en við gerðum í þessum leik, við hefðum viljað haft meiri stjórn en við gerðum í leiknum. Þetta var mjög jafn leikur og hvorugt liðið að skapa sér. Maður hefði viljað sjá okkur aðeins meira 'cool' á boltann á mómentum. Þegar við fáum boltann að kannski ekki að klára sóknirnar svona snemma, velja betri móment. Þetta var bara mjög jafn leikur og bæði lið mætt til leiks til þess að berjast og ná í þessi stig og úr því varð hörku leikur. Smá svekkjandi hvernig við náðum ekki stjórn á leiknum."

Víkingar voru ekki neitt sérstaklega ánægðir með Sigurð Hjört dómara leiksins og teymið hans, þar sem þeim fannst halla á þá í dómgæslunni.

„Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur. Þeir fengu að brjóta endalaust á okkur án þess að fá nein gul spjöld þannig að þeir gátu sett góða pressu á okkur og stoppað okkur sóknarlega. Mér leiðist að kvarta yfir dómgæslu þannig séð, við hefðum bara átt að gera betur. Ég vill samt hrósa strákunum fyrir að þeir lögðu allt í þennan leik. Okkur vantaði bara að vera aðeins meira 'cool' á boltanum og þora að spila honum betur."

Helgi Guðjónsson tók flestar spyrnurnar í leiknum þar á meðal vítaspyrnuna sem hann skoraði úr. Gylfi Þór Sigurðsson er hinsvegar í liðinu og það hefðu flestir búist við því að sjá hann taka þessar spyrnur.

„Helgi hefur ekki klúðrað vítaspyrnu fyrir Víking ennþá. Þannig að svo lengi sem það gerist þá sé ég ekki ástæðu til þess að breyta um vítaskyttu. Síðan fer það bara eftir hvar á vellinum aukaspyrnurnar eru, hvort við viljum 'in swing' eða 'out swing'  aukaspyrnur, hvort hentar betur. Með vinstri fótar mann eins og Helga þá tekur hann þær spyrnur ef það hentar betur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner