Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   mán 28. apríl 2025 22:12
Haraldur Örn Haraldsson
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Vissulega svekkjandi eftir svona miðað við hvernig færin í lokin fóru gegn okkur. Við fengum sannarlega tækifæri og vorum nálægt því að  skora í lokin. En heilt á litið kannski sanngjörn úrslit."

Víkingar áttu ekki sinn besta dag sóknarlega og náðu ekki að skapa sér mörg færi í leiknum. 

„Þú vilt alltaf skapa fleiri færi en við gerðum í þessum leik, við hefðum viljað haft meiri stjórn en við gerðum í leiknum. Þetta var mjög jafn leikur og hvorugt liðið að skapa sér. Maður hefði viljað sjá okkur aðeins meira 'cool' á boltann á mómentum. Þegar við fáum boltann að kannski ekki að klára sóknirnar svona snemma, velja betri móment. Þetta var bara mjög jafn leikur og bæði lið mætt til leiks til þess að berjast og ná í þessi stig og úr því varð hörku leikur. Smá svekkjandi hvernig við náðum ekki stjórn á leiknum."

Víkingar voru ekki neitt sérstaklega ánægðir með Sigurð Hjört dómara leiksins og teymið hans, þar sem þeim fannst halla á þá í dómgæslunni.

„Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur. Þeir fengu að brjóta endalaust á okkur án þess að fá nein gul spjöld þannig að þeir gátu sett góða pressu á okkur og stoppað okkur sóknarlega. Mér leiðist að kvarta yfir dómgæslu þannig séð, við hefðum bara átt að gera betur. Ég vill samt hrósa strákunum fyrir að þeir lögðu allt í þennan leik. Okkur vantaði bara að vera aðeins meira 'cool' á boltanum og þora að spila honum betur."

Helgi Guðjónsson tók flestar spyrnurnar í leiknum þar á meðal vítaspyrnuna sem hann skoraði úr. Gylfi Þór Sigurðsson er hinsvegar í liðinu og það hefðu flestir búist við því að sjá hann taka þessar spyrnur.

„Helgi hefur ekki klúðrað vítaspyrnu fyrir Víking ennþá. Þannig að svo lengi sem það gerist þá sé ég ekki ástæðu til þess að breyta um vítaskyttu. Síðan fer það bara eftir hvar á vellinum aukaspyrnurnar eru, hvort við viljum 'in swing' eða 'out swing'  aukaspyrnur, hvort hentar betur. Með vinstri fótar mann eins og Helga þá tekur hann þær spyrnur ef það hentar betur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner