Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   mán 28. apríl 2025 22:12
Haraldur Örn Haraldsson
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Vissulega svekkjandi eftir svona miðað við hvernig færin í lokin fóru gegn okkur. Við fengum sannarlega tækifæri og vorum nálægt því að  skora í lokin. En heilt á litið kannski sanngjörn úrslit."

Víkingar áttu ekki sinn besta dag sóknarlega og náðu ekki að skapa sér mörg færi í leiknum. 

„Þú vilt alltaf skapa fleiri færi en við gerðum í þessum leik, við hefðum viljað haft meiri stjórn en við gerðum í leiknum. Þetta var mjög jafn leikur og hvorugt liðið að skapa sér. Maður hefði viljað sjá okkur aðeins meira 'cool' á boltann á mómentum. Þegar við fáum boltann að kannski ekki að klára sóknirnar svona snemma, velja betri móment. Þetta var bara mjög jafn leikur og bæði lið mætt til leiks til þess að berjast og ná í þessi stig og úr því varð hörku leikur. Smá svekkjandi hvernig við náðum ekki stjórn á leiknum."

Víkingar voru ekki neitt sérstaklega ánægðir með Sigurð Hjört dómara leiksins og teymið hans, þar sem þeim fannst halla á þá í dómgæslunni.

„Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur. Þeir fengu að brjóta endalaust á okkur án þess að fá nein gul spjöld þannig að þeir gátu sett góða pressu á okkur og stoppað okkur sóknarlega. Mér leiðist að kvarta yfir dómgæslu þannig séð, við hefðum bara átt að gera betur. Ég vill samt hrósa strákunum fyrir að þeir lögðu allt í þennan leik. Okkur vantaði bara að vera aðeins meira 'cool' á boltanum og þora að spila honum betur."

Helgi Guðjónsson tók flestar spyrnurnar í leiknum þar á meðal vítaspyrnuna sem hann skoraði úr. Gylfi Þór Sigurðsson er hinsvegar í liðinu og það hefðu flestir búist við því að sjá hann taka þessar spyrnur.

„Helgi hefur ekki klúðrað vítaspyrnu fyrir Víking ennþá. Þannig að svo lengi sem það gerist þá sé ég ekki ástæðu til þess að breyta um vítaskyttu. Síðan fer það bara eftir hvar á vellinum aukaspyrnurnar eru, hvort við viljum 'in swing' eða 'out swing'  aukaspyrnur, hvort hentar betur. Með vinstri fótar mann eins og Helga þá tekur hann þær spyrnur ef það hentar betur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner