Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 28. maí 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Stórslagur á Kópavogsvelli
Kvenaboltinn
Íslandsmeistararnir fara á Kópavogsvöll.
Íslandsmeistararnir fara á Kópavogsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Boltinn er byrjaður að rúlla hér á Íslandi með æfingaleikjum og eru nokkrir æfingaleikir í dag.

Það er stórleikur á Kópavogsvelli þegar tvö sterkustu lið Pepsi Max-deildar kvenna frá því í fyrra, Breiðablik og Valur, eigast við.

Fylkismenn fara norður og mæta þar Þór á Þórsvelli, en Fylkir er eina liðið úr Pepsi Max-deild karla sem á leik í dag eftir þeim upplýsingum sem Fótbolti.net kemst næst.

Það eru fleiri áhugaverðir leikir í dag, en leiki dagsins má sjá hérna að neðan.

Leikir dagsins:
18:00 Breiðablik - Valur (Kópavogsvöllur) kvk
18:00 Þór - Fylkir (Þórsvöllur)
18:30 KR - Haukar (Meistaravellir) kvk
18:30 Reynir S. - Víðir (Blue-völlurinn)
18:30 Njarðvík - KV (Rafholtsvöllurinn)
19:00 GG - Ísbjörninn (Grindavíkurvöllur)
20:00 Magni - Augnablik (Boginn)

Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn Niðurtalninguna þar sem er viðtal við Ragnar Braga Sveinsson, nýjan fyrirliða Fylkis.


Veistu um æfingaleiki framundan?
Auk ofangreindra leikja gæti verið um einhverja æfingaleiki að ræða sem við vitum ekki um. Við hvetjum fólk til að senda okkur ábendingar um æfingaleiki sem framundan eru og við munum koma þeim á framfæri morgun þess dags sem leikurinn fer fram. Sendið slíkar ábendingar á [email protected].
Niðurtalningin - Nýr fyrirliði Fylkis og endurkoma fótboltans
Athugasemdir