Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 28. maí 2020 16:00
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid ákveðið í að losna við Bale
Real Madrid mun reyna allt sem félagið getur til að selja Gareth Bale en ekki hefur komið neitt tilboð í velska sóknarleikmanninn. Marca greinir frá.

Bale hefur verið orðaður við Newcastle og sagt að félagið muni gera tilboð þegar Sádi-Arabarnir eru búnir að ganga frá kaupum á félaginu.

Bale var orðaður við endurkomu til Tottenham í janúarglugganum en ekkert varð úr því. Þá virtist hann á leið til Kína í fyrra en það rann út í sandinn.

Hann er á himinháum launum hjá Real Madrid og hefur aðeins skorað tvö mörk í La Liga á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner