Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
banner
   sun 28. maí 2023 19:35
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars eftir fimmta tapið í röð: Ánægður með mikið í þessum leik
Hermann á hliðarlínunni í kvöld.
Hermann á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tapaði í Árbænum í kvöld gegn Fylki. Eyjamenn eru áfram í fallsæti en liðið hefur tapað fimm leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Ég var ánægður með mikið í þessum leik. Við stýrðum leiknum, bæði með hápressu og með boltann. Við komumst í góðar stöður og fengum bestu færin," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Hann var ánægður með spilamennskuna og segir rosalega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum.

„Það hefur ekki alveg verið stöðugleiki hjá okkur en við höfum verið inn í þessum leikjum, sérstaklega í dag. Frammistöðulega séð var ég ánægður með mikið."

Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV meiddist í upphitun. Hvað kom fyrir hann?

„Það er hreinlega ekki vitað. Hann gat ekki hlaupið, þetta er mögulega eitthvað í mjöðminni."

Halldór Jón Sigurður Þórðarson fór svo af velli á börum í fyrri hálfleik.

„Það leit ekki vel út en við krossum fingur og vonum að það sé ekki alvarlegt. Við höfum verið í skakkaföllum."

Hermann segir að sér lítist vel á framhaldið eftir frammistöðu liðsins í dag. Þarf liðið að sætta sig við að hlutskipti þess í sumar verði fallbarátta?

„Við höfum sýnt að við getum unnið alla í þessari deild. Ef það kemur ágætis stöðugleiki og við náum upp góðri stemningu þá veit ég hvað við getum gert."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner