Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 28. maí 2023 19:35
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars eftir fimmta tapið í röð: Ánægður með mikið í þessum leik
Hermann á hliðarlínunni í kvöld.
Hermann á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tapaði í Árbænum í kvöld gegn Fylki. Eyjamenn eru áfram í fallsæti en liðið hefur tapað fimm leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Ég var ánægður með mikið í þessum leik. Við stýrðum leiknum, bæði með hápressu og með boltann. Við komumst í góðar stöður og fengum bestu færin," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Hann var ánægður með spilamennskuna og segir rosalega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum.

„Það hefur ekki alveg verið stöðugleiki hjá okkur en við höfum verið inn í þessum leikjum, sérstaklega í dag. Frammistöðulega séð var ég ánægður með mikið."

Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV meiddist í upphitun. Hvað kom fyrir hann?

„Það er hreinlega ekki vitað. Hann gat ekki hlaupið, þetta er mögulega eitthvað í mjöðminni."

Halldór Jón Sigurður Þórðarson fór svo af velli á börum í fyrri hálfleik.

„Það leit ekki vel út en við krossum fingur og vonum að það sé ekki alvarlegt. Við höfum verið í skakkaföllum."

Hermann segir að sér lítist vel á framhaldið eftir frammistöðu liðsins í dag. Þarf liðið að sætta sig við að hlutskipti þess í sumar verði fallbarátta?

„Við höfum sýnt að við getum unnið alla í þessari deild. Ef það kemur ágætis stöðugleiki og við náum upp góðri stemningu þá veit ég hvað við getum gert."
Athugasemdir
banner