Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 28. maí 2023 19:35
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars eftir fimmta tapið í röð: Ánægður með mikið í þessum leik
Hermann á hliðarlínunni í kvöld.
Hermann á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tapaði í Árbænum í kvöld gegn Fylki. Eyjamenn eru áfram í fallsæti en liðið hefur tapað fimm leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Ég var ánægður með mikið í þessum leik. Við stýrðum leiknum, bæði með hápressu og með boltann. Við komumst í góðar stöður og fengum bestu færin," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Hann var ánægður með spilamennskuna og segir rosalega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum.

„Það hefur ekki alveg verið stöðugleiki hjá okkur en við höfum verið inn í þessum leikjum, sérstaklega í dag. Frammistöðulega séð var ég ánægður með mikið."

Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV meiddist í upphitun. Hvað kom fyrir hann?

„Það er hreinlega ekki vitað. Hann gat ekki hlaupið, þetta er mögulega eitthvað í mjöðminni."

Halldór Jón Sigurður Þórðarson fór svo af velli á börum í fyrri hálfleik.

„Það leit ekki vel út en við krossum fingur og vonum að það sé ekki alvarlegt. Við höfum verið í skakkaföllum."

Hermann segir að sér lítist vel á framhaldið eftir frammistöðu liðsins í dag. Þarf liðið að sætta sig við að hlutskipti þess í sumar verði fallbarátta?

„Við höfum sýnt að við getum unnið alla í þessari deild. Ef það kemur ágætis stöðugleiki og við náum upp góðri stemningu þá veit ég hvað við getum gert."
Athugasemdir
banner
banner