Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   sun 28. maí 2023 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins eftir sigur: Erum ennþá á slæmum stað í deildinni
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ekki með um færi í þessum leik, þetta var erfiður leikur fyrir bæði lið en bæði lið voru að leggja sig fram og berjast eins og þarf í svona leikjum. Mikð af löngum sendingum og vallaraðstæður bjóða ekkert upp á mikið meira. Við drógum bara lengsta stráið í dag og vinnum og við erum virkilega glaðir." sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á Stjörnunni á Meistaravöllum í dag.

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

Vallaraðstæðurnar voru ekki sérstakar á Meistaravöllum og var Rúnar spurður af því hvenar má búast við að Meistaravellir fari að lýta aðeins betur út en aðstæðurnar á Meistaravöllum hafa ekki verið sérstakar í upphafi móts.

„Já sko, þú verður að spurja guðina af því. Sólin hefur ekki sýnt sig neitt af neinu ráði í Mai og það vantar töluverðan fjölda af sólarstundum til að völlurinn fari að taka eitthvað almennilega við sér og við bara því miður getum ekki breytt náttúrunni að miklu leyti."

KR er búið að vinna þrjá leiki í röð og virðast vera komnir í gang en Rúnar Kristinsson er ekki sáttur með staðin sem liðið er á í deildinni.

„Nei ég ætla ekki að taka svo djúpt í árina. Við erum á betri stað en við vorum þegar við vorum búnir að tapa fimm leikjum í röð og ekki skorað mark þannig við erum á betri stað núna. Við erum enþá á slæmum stað í deildinni, einhverjum stað sem við viljum ekki vera á, gæti verið verra en við erum búnir að lyfta okkur örlítið frá botnsætinu sem við vorum í og það er ekki ásættanlegt."
Athugasemdir
banner
banner