Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   sun 28. maí 2023 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins eftir sigur: Erum ennþá á slæmum stað í deildinni
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ekki með um færi í þessum leik, þetta var erfiður leikur fyrir bæði lið en bæði lið voru að leggja sig fram og berjast eins og þarf í svona leikjum. Mikð af löngum sendingum og vallaraðstæður bjóða ekkert upp á mikið meira. Við drógum bara lengsta stráið í dag og vinnum og við erum virkilega glaðir." sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á Stjörnunni á Meistaravöllum í dag.

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

Vallaraðstæðurnar voru ekki sérstakar á Meistaravöllum og var Rúnar spurður af því hvenar má búast við að Meistaravellir fari að lýta aðeins betur út en aðstæðurnar á Meistaravöllum hafa ekki verið sérstakar í upphafi móts.

„Já sko, þú verður að spurja guðina af því. Sólin hefur ekki sýnt sig neitt af neinu ráði í Mai og það vantar töluverðan fjölda af sólarstundum til að völlurinn fari að taka eitthvað almennilega við sér og við bara því miður getum ekki breytt náttúrunni að miklu leyti."

KR er búið að vinna þrjá leiki í röð og virðast vera komnir í gang en Rúnar Kristinsson er ekki sáttur með staðin sem liðið er á í deildinni.

„Nei ég ætla ekki að taka svo djúpt í árina. Við erum á betri stað en við vorum þegar við vorum búnir að tapa fimm leikjum í röð og ekki skorað mark þannig við erum á betri stað núna. Við erum enþá á slæmum stað í deildinni, einhverjum stað sem við viljum ekki vera á, gæti verið verra en við erum búnir að lyfta okkur örlítið frá botnsætinu sem við vorum í og það er ekki ásættanlegt."
Athugasemdir