Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   sun 28. maí 2023 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins eftir sigur: Erum ennþá á slæmum stað í deildinni
watermark Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ekki með um færi í þessum leik, þetta var erfiður leikur fyrir bæði lið en bæði lið voru að leggja sig fram og berjast eins og þarf í svona leikjum. Mikð af löngum sendingum og vallaraðstæður bjóða ekkert upp á mikið meira. Við drógum bara lengsta stráið í dag og vinnum og við erum virkilega glaðir." sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á Stjörnunni á Meistaravöllum í dag.

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

Vallaraðstæðurnar voru ekki sérstakar á Meistaravöllum og var Rúnar spurður af því hvenar má búast við að Meistaravellir fari að lýta aðeins betur út en aðstæðurnar á Meistaravöllum hafa ekki verið sérstakar í upphafi móts.

„Já sko, þú verður að spurja guðina af því. Sólin hefur ekki sýnt sig neitt af neinu ráði í Mai og það vantar töluverðan fjölda af sólarstundum til að völlurinn fari að taka eitthvað almennilega við sér og við bara því miður getum ekki breytt náttúrunni að miklu leyti."

KR er búið að vinna þrjá leiki í röð og virðast vera komnir í gang en Rúnar Kristinsson er ekki sáttur með staðin sem liðið er á í deildinni.

„Nei ég ætla ekki að taka svo djúpt í árina. Við erum á betri stað en við vorum þegar við vorum búnir að tapa fimm leikjum í röð og ekki skorað mark þannig við erum á betri stað núna. Við erum enþá á slæmum stað í deildinni, einhverjum stað sem við viljum ekki vera á, gæti verið verra en við erum búnir að lyfta okkur örlítið frá botnsætinu sem við vorum í og það er ekki ásættanlegt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner