Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Hallgrímur Jónasson: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
Birna Kristín: Maya hljóp og hljóp og hljóp
Árni Freyr: Þetta er skellur
Venni: Þurfum að kýla í gang betri niðurstöður á heimavelli
Jóhann Birnir: Ég gef honum líka heiðurinn af þessu
Kári Sigfússon: Búinn að æfa þetta síðan að ég var krakki
   fös 28. júní 2019 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Helena ósátt með dómgæsluna: Orðin hundþreytt á þessu
Kvenaboltinn
Helena hefur þjálfað ÍA síðan 2016. Þar áður stýrði hún meðal annars Val, íslenska landsliðinu og Fortuna Ålesund. Sem leikmaður skoraði hún 139 mörk í 173 leikjum hér á landi.
Helena hefur þjálfað ÍA síðan 2016. Þar áður stýrði hún meðal annars Val, íslenska landsliðinu og Fortuna Ålesund. Sem leikmaður skoraði hún 139 mörk í 173 leikjum hér á landi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA, var svekkt eftir 0-6 tap gegn Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Staðan var 0-1 í leikhlé en eftir tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks lá leiðin aðeins niður á við.

„Ég er sérstaklega svekkt með seinni hálfleikinn. Við vorum með ákveðið leikplan í hálfleik en svo fáum við strax á okkur mark og svo þriðja markið. Þá er þetta orðið erfitt og hausinn þungur á fólki," sagði Helena.

„Ef við reynum ekki að sækja þá skorum við ekki mörk og þá kemstu ekki áfram í bikarnum. Mér fannst vanta uppá sóknarleikinn okkar."

Helena var ekki sátt með dómgæsluna í leiknum og vildi fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Hún furðaði sig á ákvörðunum Gunnars Odds Hafliðasonar dómara.

„Varnarleikurinn var fínn í fyrri hálfleik og við hefðum jafnvel átt að fá víti. Það hefði gefið þessu liði trú, við erum með mjög ungan hóp sem brotnar kannski auðveldlega.

„Þeir eru búnir að skoða þetta hjá ÍATV þetta fyrra víti sem við áttum að fá og það var bara pjúra víti. Ég meina hvað er í gangi? Leikmaðurinn er tekinn niður í teig og þá er það bara víti. Ég er orðin hundþreytt á þessu."

ÍA er í hörkubaráttu í Inkasso-deildinni og stefnir á að spila í Pepsi-Max deildinni næsta sumar.
Athugasemdir