Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 12:10
Elvar Geir Magnússon
Ekki orðið var við neina óþolinmæði hjá Jasoni og Ísak
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði Svanþórsson hefur verið einn besti leikmaður sumarsins í íslenska boltanum en hann var ekki í leikmannahópi Breiðabliks sem vann ÍA í 16-liða úrslitum bikarsins í gær.

„Jason fékk aðeins í ökklann á æfingu í gær (sunnudag) og við ákváðum að taka ekki sénsinn á að spila honum," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við RÚV fyrir leikinn á Akranesi.

Talsverð umræða hefur verið um það hvenær Jason og Ísak Snær Þorvaldsson munu halda af landi brott og út í atvinnumennsku miðað við hversu vel þeir hafa spilað í sumar. Er Óskar hræddur við að missa þá frá sér?

„Auðvitað er það beggja blands. Maður vill að þeir taki næsta skref þegar þeir eru klárir og rétta tækifærið býðst. Auðvitað væri slæmt að missa þá, það sér hver heilvita maður að þetta eru lykilmenn í liðinu okkar," sagði Óskar við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Það er ekkert sem er að gerast í dag eða á morgun. Við tökum bara einn dag í einu og ef eitthvað gerist þá tökum við að því þegar við komum að þeirri brú. Þeir eru mikilvægir hlekkir í liðinu og ég hef ekki orðið var við neina óþolinmæði. Við erum allir 100% fastir í þessu verkefni."

Í viðtalinu, sem sjá má hér að neðan, ræðir Óskar einnig um mögulegan liðsstyrk til Breiðabliks í glugganum.
Óskar Hrafn: meira værukærð en kæruleysi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner