Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. júlí 2022 17:15
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Toppliðin mörðu botnliðin - Vængir fjarlægjast fallbaráttuna
Mynd: KFG
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Víðir Garði

Það var spiluð heil umferð í 3. deild í gærkvöldi þar sem KFG og Dalvík/Reynir unnu mikilvæga sigra á útivelli gegn KH og ÍH.


Báðir sigrarnir voru naumir þar sem leikirnir enduðu 0-1 og gerðu Dalvíkingar sigurmark í uppbótartíma.

KFG og Dalvík/Reynir deila toppsæti deildarinnar með 28 stig eftir 14 umferðir. Víðir er í þriðja sæti með 26 stig eftir markalaust jafntefli við Augnablik.

Í fjórða sæti kemur Sindri með 25 stig eftir magnað jafntefli í æsispennandi leik gegn KFS þar sem bæði lið náðu forystunni á mismunandi tímapunktum leiksins.

KH og ÍH, sem rétt töpuðu gegn toppliðunum, verma botnsætin og eru nokkrum stigum eftir Vængjum Júpíters sem unnu frábæran 4-1 sigur á Elliða.

Sindri 3 - 3 KFS
1-0 Abdul Bangura ('5 )
2-0 Hermann Þór Ragnarsson ('12 )
2-1 Eyþór Daði Kjartansson ('17 )
2-2 Róbert Aron Eysteinsson ('36 )
2-3 Tómas Bent Magnússon ('63 )
3-3 Hermann Þór Ragnarsson ('84 )

ÍH 0 - 1 Dalvík/Reynir
0-1 Borja Lopez Laguna ('91 )

Vængir Júpiters 4 - 1 Elliði
1-0 Patrekur Viktor Jónsson ('10 )
1-1 Kristján Gunnarsson ('27 )
2-1 Jónas Breki Svavarsson ('56 )
3-1 Bjarki Fannar Arnþórsson ('83 )
4-1 Almar Máni Þórisson ('85 )

KH 0 - 1 KFG
0-1 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('44 )

Víðir 0 - 0 Augnablik

Kári 3 - 2 Kormákur/Hvöt
1-0 Andri Júlíusson ('6 )
2-0 Nikulás Ísar Bjarkason ('34 )
3-0 Nikulás Ísar Bjarkason ('53 )
3-1 Hilmar Þór Kárason ('59 )
3-2 Hilmar Þór Kárason ('85 )


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner