Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   fim 28. júlí 2022 22:47
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Ási Arnars: Okkar styrkur í sumar, jafn og þéttur og sterkur hópur
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Leikurinn var svolítið sérstakur að mörgu leyti, ég veit ekki hvort að við eigum að tala um vorbrag í júlí eða hvað, þetta var svona mikið hik á þessu framan af", sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðablik eftir 5-0 sigur liðsins á KR í Bestu deild kvenna í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 KR

„KR-ingarnir komu bara sterkir til leiks og voru vel skipulagðar, grimmar, spiluðu á köflum vel. Við fengum mikið af hálffærum, náðum ekki alveg að opna leikinn svona kannski til að byrja með þangað til að Karítas tók eitt af sínum frægu hlaupum í gegn og náði svona að opna marka reikninginn fyrir okkur. Seinni hálfleikur byrjaði kannski svolítið svipað en mér fannst svona eftir að við skorðum annað markið þá leið mér betur og var svona rólegri og mér fannst leikmenn rólegri líka og þá svona fór þetta að detta betur inn fyrir okkur.", bætti Ási við. 

Staðan var 1-0 eftir 72. mínútna leik en eftir að Karítas Tómasdóttir skoraði annað mark Blika á 72. mínútu var eftirleikurinn auðveldur fyrir Blika og var Ásmundur sammála því að þegar um 20. mínútur voru eftir að leiknum stefndi ekki í 5-0 sigur Blika. 

Töluverðar breytingar hafa orðið á hóp Breiðabliks síðan í síðasta leik liðsins fyrir fimm vikum en Ási er ánægður með hópinn, 

„Bara mjög vel, en þetta er auðvitað alltaf svona skrítið þegar að verða miklar breytingar, það tekur smá tíma að finna taktinn og ná saman en jú jú það eru smá breytingar en við erum með þéttan og sterkan og spennandi hóp þannig að við eru bara spenntar fyrir framhaldinu", sagði Ási. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner