Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 28. júlí 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Watford og Villarreal skipta á bakvörðum (Staðfest)
Mynd: EPA

Watford og Villarreal eru búin að skipta á hægri bakvörðum eftir að fyrrnefnda félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.


Kiko Femenia er 31 árs og getur einnig leikið vinstra megin. Hann fer frá Watford eftir fimm ár og 151 leik hjá félaginu, þar á meðal yfir 100 í ensku úrvalsdeildinni.

Í staðinn kemur Mario Gaspar til Englands þar sem hann mun reyna fyrir sér í Championship deildinni eftir fimmtán ár hjá Villarreal.

Gaspar er 31 árs og með yfir 400 leiki að baki fyrir Villarreal en aðeins 18 á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner