Watford og Villarreal eru búin að skipta á hægri bakvörðum eftir að fyrrnefnda félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Kiko Femenia er 31 árs og getur einnig leikið vinstra megin. Hann fer frá Watford eftir fimm ár og 151 leik hjá félaginu, þar á meðal yfir 100 í ensku úrvalsdeildinni.
Í staðinn kemur Mario Gaspar til Englands þar sem hann mun reyna fyrir sér í Championship deildinni eftir fimmtán ár hjá Villarreal.
Gaspar er 31 árs og með yfir 400 leiki að baki fyrir Villarreal en aðeins 18 á síðustu leiktíð.
¡𝐊𝐢𝐤𝐨 𝐅𝐞𝐦𝐞𝐧𝐢́𝐚 𝐲𝐚 𝐞𝐬 𝐠𝐫𝐨𝐠𝐮𝐞𝐭 💛!
— Villarreal CF (@VillarrealCF) July 28, 2022
¡Bienvenido, Kiko!
Athugasemdir