Marcus Rashford hefur farið erfiðlega af stað á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki heillað mikið í fyrstu tveimur leikjunum.
Rashford var líka mjög slakur á síðustu leiktíð en það er spurning hvort þetta sé ekki bara komið gott hjá honum hjá Manchester United.
Rashford var líka mjög slakur á síðustu leiktíð en það er spurning hvort þetta sé ekki bara komið gott hjá honum hjá Manchester United.
Er ekki bara kominn tími á nýja áskorun?
„Ég er alveg búinn að gefast upp á honum," sagði Orri Fannar Þórisson, þjálfari KV sem er stuðningsmaður Manchester United, í hlaðvarpinu Enski boltinn.
„Já, því miður," sagði Jóhann Páll Ástvaldsson. „Hann á rugluð mörk og rugluð tilþrif með United, en ef þú horfir á hann í 90 mínútur þá spilar hann stundum fótbolta eins og hann sé gaur í B-liði í 3. flokki á Íslandi. Hann vonar alltaf að gaurinn missir af boltanum, hann berst aldrei um hann."
„Þetta er þungt. Hann er óvart einn besti leikmaður í heimi, það er eins og hann fatti það ekki."
Það væri áhugavert að sjá Rashford í öðru umhverfi og hvort að hann myndi finna taktinn aftur ef það gerist.
Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir