Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Viljum enda ofar og ná fimmta sætinu
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   sun 28. september 2025 22:56
Kjartan Leifur Sigurðsson
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram, er ánægður með 2-0 sigur sinna manna á Val í kvöld. Hann stýrði liðinu í fjarveru Rúnars Kristinssonar, sem tók út leikbann.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Valur

„Ég er mjög sáttur, þetta var sanngjarn sigur. Við lögðum mikið í þennan leik gegn góður liði Valsmanna og ætluðum okkur sigur. Það tókst sem betur fer."

Valsmenn sköpuðu lítið sem ekkert í dag og náðu Fram að halda liðinu vel í skefjum.

„Þetta var framhald af leiknum gegn Víking. Þar vorum við mjög sterkir varnarlega og fáum svo á okkur víti sem var aldrei víti. Við erum einbeittir á það að halda þeirri vegferð áfram að vera með sterkan varnarleik og vera þéttir."

Fram er ekki að spila upp á mikið meira en bara stoltið, það var þó ekki að sjá á leikmönnum liðsins.

„Það er stór munur á því að enda tímabil vel eða illa. Ef maður enda þetta vel þá fer það með manni inn í veturinn. Það er líka stór munur á því að enda í sjötta eða fimmta sæti og þá jafnvel því fjórða. Fjórða sætið er innan seilingar og við verðum að hugsa stórt."

Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, var ekki á bekknum í kvöld en hann er að yfirgefa liðið nú í lok tímabils.

„Gareth hefur verið mjög góður fyrir þetta félag. Hann á allan heiður skilið. Það kemur maður í manns stað og við hljótum eitthvað út úr því, það er alltaf missir af góðum mönnum."
Athugasemdir