Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Barcelona samþykkir þátttöku í Ofurdeild Evrópu
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að segja af sér.

Í yfirlýsingu þar sem hann greindi frá þessu sagði Bartomeu einnig frá því að Barcelona hafi samþykkt að vera hluti af nýrri ofurdeild Evrópu. Verið er að skoða stofnun slíkrar deildar en Manchester United og Liverpool eru einnig á meðal félaga sem eru með í ráðum þar.

„Stjórnarmenn samþykktu í gær að taka þátt í Ofurdeild Evrópu í framtíðinni, verkefni sem er í vinnslu hjá stærstu félögum Evrópu," sagði Bartomeu.

Bartomeu bætti við að ný stjórn Barcelona fái að fylgja málinu eftir og að Ofurdeildin geti hjálpað til við að laga fjárhag félagsins.
Athugasemdir
banner
banner