Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 20. október 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Man Utd gætu tekið þátt í nýrri ofurdeild Evrópu
Úr leik hjá Liverpool og Manchester United.
Úr leik hjá Liverpool og Manchester United.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Manchester United eru í viðræðum um að stofna nýja ofurdeild með stærstu félögum Evrópu en Sky Sports segir frá þessu í dag. Fjárfestar eru að íhuga að leggja til 4,6 milljarða punda til að gera deildina að veruleika.

Samkvæmt frétt Sky gæti deildin hafið göngu sína árið 2022 en stærstu liðin í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni gætu tekið þátt.

Um yrði að ræða 18 liða deild sem myndi síðan enda á úrslitakeppni þar sem bestu liðin myndu fá hundruðir milljóna punda í verðlaunafé.

FIFA er sagt vera með í ráðum um þessa nýju deild en UEFA ekki. Ofurdeildin myndi líklega taka við af Meistaradeildinni en möguleiki er þó á að leikið yrði um helgar en ekki á virkum dögum, til að fá meira áhorf í sjónvarpi utan Evrópu.

Ensku félögin Arsenal, Chelsea, Manchester City og Tottenham hafa einnig átt í viðræðum um að koma inn í þessa nýju deild en möguleiki er á að ensku félögin verði fimm og eitt þeessara félaga sitji þá eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner