Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björn Bergmann, Óskar og Tryggvi Hrafn komu inn á sem varamenn
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir íslenskir sóknarmenn komu inn á sem varamenn fyrir Lilleström í 2-0 tapi gegn Raufoss í norsku B-deildinni í kvöld.

Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á í hálfleik og Tryggvi Hrafn Haraldsson eftir rúman klukkutíma leik. Arnór Smárason var ekki með Lilleström í leiknum.

Raufoss tók forystuna eftir 20 mínútur í leiknum og bætti við öðru marki sínu í uppbótartíma.

Lilleström er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig eftir 22 leiki. Á toppi deildarinnar er Tromsö sem vann 3-1 sigur á HamKam. Adam Örn Arnarson var ekki í leikmannahópi Tromsö.

Óskar Sverrisson kom inn á
Óskar Sverrisson, sem spilaði með íslenska landsliðinu í janúarverkefni á þessu ári, kom inn á sem varamaður á 72. mínútu þegar Häcken tapaði 2-0 fyrir Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Häcken er í fjórða sæti deildarinnar með 40 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner