
Cristiano Ronaldo hélt að hann hafi komið Portúgal yfir þegar Bruno Fernandes átti sendingu sem ætluð var Ronaldo en markið var að lokum skráð á Fernandes.
Ronaldo reyndi að skalla boltann í netið og boltinn virtist strjúka á honum hárið en það var ekki nóg fyrir FIFA.
Þegar hann frétti í leikslok að markið var ekki hans var hann sjáanlega ekki sáttur og sýndi með tilþrifum að boltinn hafi strokið á honum ennið.
Leikurinn fór að lokum 2-0 en Bruno skoraði sitt annað mark úr umdeildri vítasprynu á lokamínútunni en Ronaldo var þá farinn af velli.
😭😂😂 pic.twitter.com/RSi5bwUUIk
— Berry 🇬🇭🕊️ (@maleekwan) November 28, 2022
Athugasemdir