Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   þri 28. nóvember 2023 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Sandra María á æfingu Íslands í dag.
Sandra María á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra María Jensen sneri aftur í landsliðið í september þegar liðið vann Wales heima á Íslandi. Hún hefur síðan þá átt fast sæti í byrjunarliðinu og er komin til Cardiff í Wales þar sem liðin mætast í seinni leiknum á föstudagskvöldið.

„Ég átti smá hlé frá landsliðinu eftir að ég eignaðist dóttur mína og var að koma til baka eftir það. Ég er rosalega stolt af því að vera kominn á þann stað sem ég er núna," sagði Sandra María við Fótbolta.net.

„Ég sé samt ennþá rúm til bætinga, ég get orðið ennþá betri. Ég er þakklát að vera í þessum hóp, það er rosalega mikið af góðum leikmönnum. Það hefur hjálpað mér mjög mikið að finna traustið frá leikmönnum og þjálfurum. Ég er alltaf spennt að koma í hvert verkefni og það er alltaf gaman."

Ísland vann fyrri leikinn gegn Wales heima 1-0. En hvernig leik fáum við núna?

„Þetta verður mjög erfiður leikur. Wales er með mjög gott lið. Þær eru langflestar að spila í enska boltanum og deildin þar er ein sú besta í heimi. Það má alls ekki vanmeta þær. Við þurfum bara að sýna okkar einkenni og alvöru íslenska geðveiki ef ég má orða það þannig. Það er allt innií þessu og við ætlum í þennan leik til að vinna og halda okkur í umspili fyrir A-deildina."

Íslenska liðið var gagnrýnt fyrir spilamennskuna eftir fyrri leikinn en fékk svo meira hrós í leikjunum í október fyrir framfarir.

„Við ætlum að taka eitt skref fram á við og mér fannst hafa verið stígandi milli verkefna í Þjóðadeildinni. Við þurfum að halda áfram að gera það og auðvitað erum við glaðar að við séum að fara í rétta átt," sagði Sandra María.

„Við þurfum samt að vilja gera ennþá meira og það er klárlega markmiðið. Við áttum ekki okkar besta leik á móti Wales en vorum samt ekki lélegar, við unnum leikinn og unnum sterkt lið í leik þar sem við spiluðum mjög þéttan og góðan varnarleik. Við þurfum að bæta okkur með boltann og erum búnar að gera það í síðustu verkefnum.Ég er viss um að við munum tengja frammistöðuna og ná góðum úrslitum á föstudaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir