Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 28. nóvember 2023 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Sandra María á æfingu Íslands í dag.
Sandra María á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra María Jensen sneri aftur í landsliðið í september þegar liðið vann Wales heima á Íslandi. Hún hefur síðan þá átt fast sæti í byrjunarliðinu og er komin til Cardiff í Wales þar sem liðin mætast í seinni leiknum á föstudagskvöldið.

„Ég átti smá hlé frá landsliðinu eftir að ég eignaðist dóttur mína og var að koma til baka eftir það. Ég er rosalega stolt af því að vera kominn á þann stað sem ég er núna," sagði Sandra María við Fótbolta.net.

„Ég sé samt ennþá rúm til bætinga, ég get orðið ennþá betri. Ég er þakklát að vera í þessum hóp, það er rosalega mikið af góðum leikmönnum. Það hefur hjálpað mér mjög mikið að finna traustið frá leikmönnum og þjálfurum. Ég er alltaf spennt að koma í hvert verkefni og það er alltaf gaman."

Ísland vann fyrri leikinn gegn Wales heima 1-0. En hvernig leik fáum við núna?

„Þetta verður mjög erfiður leikur. Wales er með mjög gott lið. Þær eru langflestar að spila í enska boltanum og deildin þar er ein sú besta í heimi. Það má alls ekki vanmeta þær. Við þurfum bara að sýna okkar einkenni og alvöru íslenska geðveiki ef ég má orða það þannig. Það er allt innií þessu og við ætlum í þennan leik til að vinna og halda okkur í umspili fyrir A-deildina."

Íslenska liðið var gagnrýnt fyrir spilamennskuna eftir fyrri leikinn en fékk svo meira hrós í leikjunum í október fyrir framfarir.

„Við ætlum að taka eitt skref fram á við og mér fannst hafa verið stígandi milli verkefna í Þjóðadeildinni. Við þurfum að halda áfram að gera það og auðvitað erum við glaðar að við séum að fara í rétta átt," sagði Sandra María.

„Við þurfum samt að vilja gera ennþá meira og það er klárlega markmiðið. Við áttum ekki okkar besta leik á móti Wales en vorum samt ekki lélegar, við unnum leikinn og unnum sterkt lið í leik þar sem við spiluðum mjög þéttan og góðan varnarleik. Við þurfum að bæta okkur með boltann og erum búnar að gera það í síðustu verkefnum.Ég er viss um að við munum tengja frammistöðuna og ná góðum úrslitum á föstudaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner